Forsíđa   

 02.02.2017
 Á Kyndilmessu: eru flosmjúk hćgindin ađ spilla lífi og draumum?



Kyndilmessa á Norðurslóð
og sól í heiði í hádegisstað.
Náttúran þó ólik sjálfri sér
og setur að ugg jafnvel
þó maður fagni birtu og yl
miðað við kaldan árstímann.
Því miður gæti þetta mildilega
veðurfar, reynst skammsýnn
ávinningur og óafturkræfur
fórnarkostnaður ef svo
heldur fram sem horfir.



Undir Síríusi þessa
Kyndilmessu, fagnar
systurfélag Skuggsjár,
Strönd akademía,
15 ára afmæli sínu,
elsta sálfræðistofan í
eigu konu á landsbyggð.
Kvíði og þunglyndi hafa
aukist svo um munar
á árunum frá 02.02.02.
þegar Strönd var stofnuð
í höfuðstað Norðurlands.
Samt eru börn, ungmenni
og heimili enn í dag,
þessum 15 árum síðar,
með verulega skert
aðgengi að sálfræði-
þjónustu og það þrátt fyrir 
lögboðin rétt og loforð
stjórnvalda. Raunar langt
á eftir nágrannalöndunum.



Og enn skortir mikið á
raunverulegar réttarbætur
fyrir almenning á Fróni;
 einhliða réttur hins sterka
sem okur er gott dæmi um,
sker í augun, 8 árum frá hruni,
enda ránsfengur bæði
auðtekinn og drjúgur.



Heimurinn hjartaharður.


Loddaraskapur og fals-
spámennska að rjúfa öll grið
sem þó er tekið fagnandi;
kemur í sjálfu sér ekki á
óvart, afsprengi græðgis-
væðingar sl. áratuga
okurs- og rányrkjuherra
sem skortir alla meðlíðan
í vargaldarvéum.
The show must go on...
Þarf að koma byssum í verð.



En varla erum við hin sárasaklaus?



En þetta er sko akkúrat
ekkert mál, bara lakka yfir
Síríus og aðrar stjörnur ef
 þær hundskast ekki
til að skína nógu skært;
skjótum líka niður sólina
ef brennur undan henni.



Dýrin, alls ekki málið,
ofveiðum, eyðum
náttúrulegum heim-
kynnum og stofnum,
klónum svo bara ný;
skógar og gróður,
bara burt með þetta
 drasl af plánetunni,
svo sem engin brýn 
nauðsyn á þessu
eða til að skapa
heilnæmt loft og anda;
loftslagsbreytingar,
jafnvægi, ójafnvægi,
vistkerfi: hrein bullorð.
Öndum í helíum,
no big deal,
og borðum plast.



Eins með þessa aumu
mannfólksræfla með
skítnu skoðanirnar,
eiga bara alls ekki skilið
að ferðast, gölluð eintök;
klónum bara úrvalið
og svo beint með alla
afganga í brennsluna.



Kjarnorkan; jú það
er spenningur
fyrir takkanum,
(bara sjá hvað gerist),
nú eru sumir líka komnir
með stærri hendur...
Alltaf klaufi með takka
 með litlu hendurnar,
veit ekki hvort ég er ég,
eða kannski klónaður?
Veit ekki hvort ég fæ
að prófa takkann.
Minn stjórnandi,
(mónitorinn minn),
er nefnilega enn
að hugsa sig um...
Gefur ekkert upp.



Hljómar eins og vondur
súrrealískur draumur,
hreinasta martröð nema
af þessari vaknar maður
víst ekki svo glatt.
Gjörbreyttur heimur;
þurfum á því að halda
að mannkyn láti sig
dreyma saman fyrir
  heillavænlegri þróun
svo takist að rjúfa
þá helsýn sem gæti
hæglega reynst
veruleiki jafnt í
vöku sem svefni.



  Betri heimur fyrir alla
og verndun lífs og náttúru,
verður ekki pantað
eins og heimsending úr
flosmjúkum hægindum.
Eða, viljum við ekki
blátt himinhvolf og stjörnur,
haf, land, fjöll, ár,
dýr, gróður og fólk?
Leggja á okkur þá
baráttu sem til þarf
að fá einfaldlega
að vera til og anda,
frjáls undir festingunni
á óræðri alheimsbraut?



*



 


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111  112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA