Lengstur sólargangur
þegar Norðurpóll snýr
næst sólu hæst á lofti:
sumarsólstöður og í
þetta sinn bar töfrastundina,
sjálfa sólstöðumínútuna,
upp síðla nætur, eða kl. 04.24.
Sama alheimslega töfrastund
hvar sem var á Jörðu
þegar sólin sat kyrr sem
snöggvast á himninhvolfi
áður en hún skipti um rás
og tók að telja niður í átt
að vetrarsólstöðum.
Dagar verða styttri og
nótt tekur að lengja.
Í hinu sérstæða breytinga-
streymi náttúrunnar
á hverjum stað og tíma,
er þekkt að opnast á
aukið flæði drauma.
Framundan eru fleiri
magnaðar draumnætur:
Jónsmessan með sínum
töfrastundum og kynjum
á nýju tungli þann 24. og
Sjösofendadagur þann 27.
Viss blessun að vera
vakin af draumi nætur
stuttu fyrir sólstöður
og hafa dreymt bjartan,
gulan nýjan fána blakta við
hún í fjalllendi Uttarakhand
á Indlandi hvaðan Skuggsjá
hefur rannsakað drauma!
En líkt og með hina
magnþrungnu sólstöðustund,
þá reynir maður ekki
að túlka svona draum, bara
þakka pent fyrir sig og njóta
kyrrðar og helgi draumsins.
Í Únglingnum í skóginum,
yrkir Halldór Laxness um hið
draumlega í manni og náttúru;
streymi vitundar, ákall
á milliliðalausa skynjun
án íþyngjandi túlkunar:
Meðan kliður dagsins
í kveldsins friði
eyddist
og niður lagsins
í eldsins iði deyddist
rétti hann mér höndina, benti til
sólar og saung:
Eia ég er skógurinn
skógurinn sjálfur:
Morgunskógurimn drifinn dögg
demantalandið;
ég er miðdegisskógurinn,
málþrastarharpan;
kvakandi kvöldskógurinn
rökkurviðurinn
reifður hvítum þokum;
grænklæddur gaukmánuður
guðlausra jarðdrauma;
himneskur losti
heiðinnar moldar
*