Undir bláum himinboga
og björtum stjörnuglömpum,
er ekki hægt annað en
dreyma frið og samhug.
Einhver skírasti stjörnuhiminn
ársins hingað til,
birtist í gærkvöldi í Eyjafirði,
hreint undurfagurt
sjónarspil kvölds og nætur
þegar sumar kvaddi
og vetur tók við á fyrsta
degi vetrar þetta árið.
Og Óríon undirbýr
árlega glampandi drífu
Óríoníta loftsteina.
Draumsýnir og dul
undir rökkurhimni:
fyrirboðar skjálfta í jörðu...
Megi slík fegurð himinsala,
blása til nýrrar sóknar
sem festa mun réttindi
almennings betur í sessi.
Margir íslenskir höfundar
hafa ort undurfallega um himin
á Norðurslóð og birt þar
næma og sterka náttúrusýn
í skynjun bæði jarðarbúa og
alheimsbúa í himinveldi háu.
Náttúruspekingurinn og skáldið,
Benedikt Gröndal, yrkir svo:
Uppi' á himins bláum boga
bjartir stjörnuglampar loga,
yfir sjóinn undrabreiða,
unaðsgeisla slær.
|