Forsíđa   

 21.12.2017
 Vongleđi í myrkum heimi á Vetrarsólstöđum



Vetrarsólstöður í dag
og sólin lægst á lofti,
dagur stystur í Norðri.
Sól hverfist um
sjálfa sig og fæðist ný.
Og hjól ársins gengur
senn sína hringrás.



Óhætt er að segja
að heimur nútímans
sé myrkvaður.
Miklar viðsjár í veröld
trylltra og spilltra afla
af hendi siðblindra
valdhafa þar sem
börn og sakleysingjar
verða illilega fyrir
barðinu á hermanginu
og öðru mangi með
börn sem söluvöru.



Fyrir rúmum 150 árum
var Rauði krossinn/
Rauði hálfmáninn
settur á laggirnar
og Genfarsáttmálinn
leit dagsins ljós.
Söguleg kaflaskipti,
 tilkomin sem andsvar
við árásum á börn
og almenna borgara
og á sjúkrahús.
Víglínumörk virt af
báðum stríðsaðilum.



Nú, þessari einu
og hálfu öld síðar,
eru allar víglínur
færðar til að geðþótta
stríðandi fylkinga,
börn og sjúkrahús
orðin skotmörk í átökum
sem engu eira og
enga mannhelgi virða
hér og hvar um heiminn.
Sýnir hve siðrofið er algjört
og mennska og mannleg
þjáning hlutgerð sem fánýti.
Rakin mannvonska sjálfsögð.




En lengi væntir vonin.
Víða er fólk að vakna
til vitundar um alvarleik
þeirra harmleikja sem
verða fyrir almannaaugum
og að bregðast þurfi við:
já, bregðast þarf við og
hafna þeirri helstefnu
sem náð hefur ríkjum.
Þetta þýðir ódeiga
baráttu í hjörtum manna,
heima fyrir og á heimsvísu.



Von og draumar eu
nátengd, hreyfiafl
breytinga og framþróunar.
Ef von og draumar
eru deydd, þá mun
helstríðið ná að sigra.



Hugsum til barna og hlúum
að vongleðinni sem
þeim er eðlislæg
og ungu lífi nauðsynleg
til vaxtar og þroska,
vongleðinni sem skagfirska
skáldið, Hannes Pétursson,
kveður um í ljóði sínu
um þá fornu hefð að ná
sér í jólatré og helga:




Jólin að koma - og lyngið
er loðið af mjöll.

Vongleði
vængjar skóhælinn okkar.




*

.



Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98  99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA