Tré búa yfir dularmagni
og helgum krafti
samkvæmt trú og
siðspeki víða um lönd.
Veraldartréð er
þekkt minni bæði
á Norðurslóð og í
Austurlöndum fjær
og raunar um heim
allan eins fram kemur
í sköpunarsögum bæði
Norrænna manna
og Indverja til forna.
Í Upanishödum
Indverja er lýsingin
á Veraldartrénu
ótúlega lík sögnum
af Aski Yggdrasils:
Upanhishöd tala um
Veraldartréð sem
tré sem lifir að eilífu,
hvar rætur snúa upp
og greinar vísa niður.
Í norrænni goðafræði
stendur tréð upp
í gegnum heim allan
þar sem hver hlutur þess
nær í hvern hluta heimsins.
Í draumfræðunum
eru tré talin mjög
sterk draumþemu og
mögnuð draumtákn
og skrifaði einn helsti
forvígismaður nútíma
draumfræða, Carl G Jung,
um þau merka pistla.
Lagði áherslu á
margræðni þeirra
í draumi þar sem
tré táknuðu þróun,
vöxt og fullþroska
en tengdust líka
hringrás lífs og dauða.
Nú eru helg jól upprunnin
með þeim forna sið
að helga tré og skreyta;
jólatré með sín ljós
ljóma í myrkrinu og
lýsa okkar leið.
Hjá forfeðrum vorum,
Keltum, var trjáatrú sterk
og mikil helgi á trjám.
Bæði Almanakið og
stafrófið var tengt trjám.
Samkvæmt þessum fornu
fræðum hefst þrettándi
tunglmánuðurinn í dag
sem er mánuður Birkisins,
en í gær lauk fyrra
tunglmánuði sem var
mánuður Ylllisins.
En það þarf að vökva
og hlúa að hinu
helga Veraldartré:
Lífsins tré.
Það vex ekki herrum
Jarðar til yndisauka,
eða dafnar bara
af því mannfólkinu
þóknast það.
Leyndardómurinn í
myrkviðinum...
"The creation of
a thousand forests,
is in one acorn."
(Ralph Waldo Emerson,
1803-1882).
*
|