Forsíđa   

 01.04.2018
 Ársól rís á páskahimni í veröld tvísýnna drauma: brennisteinn og eldhólkar, örflögur og sćborgir



Fullt páskatungl og stjörnur
brutu sér leið í gegnum
skýjaþykkni gærkvöldsins
og glitruðu fagurlega á
bláblakkri festingunni.
Og í morgunsárið þennan
Páskadag, reis sól að vanda
á austurhimni: nýr heimur
fagnaði upprisu lífsins.




En upprisu og viðgangi lífsins
er ógnað úr ýmsum áttum,
nú sem aldrei fyrr.
Valdastaðan og undirtökin
í veraldarsögunni hafa
iðulega hverfst í kringum
tæki og tól eins og sjá má
á þróuninni í handvopnum
á borð við boga og örvar,
sleggjur, spjót og sverð
yfir í eldhólka - (firearms):
skotvopn, byssur.




Heilu heimsveldin hafa sótt
styrk sín í slík vopn sem sjá
má á sögu Vesturlanda:
eitt langlífasta veldið á mótum
Austurs og Vesturs, tryggði sér
yfirburði með því m.a. að taka
í notkun skotvopn á 14. öld,
sem þróuð höfðu verið nokkrum
öldum fyrr í Asíu og bárust til Evrópu.
Púður og öllu síðar eldhólkar komu
fram í Kína um og uppúr 1000.




Undir erlendri stjórn, hafði Ísland
hlutverki að gegna í sögu Evrópu
við mótun þeirrar heimsmyndar
sem við búum við í dag þar sem
brennisteinn frá Íslandi var fluttur
út í stórum stíl á miðöldum og fram
á 18. öld til notkunar við framleiðslu
púðurs í evrópskum vopnabúrum.
Áður hafði brennisteinn verið
fluttur út til notkunar við víngerð,
eða allt frá 12. öld, að talið er.




Heimurinn eins og við þekkjum,
rís og hnígur með vopnum:
mang með drápstól er nú í
stjarnfræðilegum hæðum
og eirir engu, sáttmálar um
mannleg gildi þverbrotnir.
Og nú birtist enn möguleg ógn
við sjóndeildarhring sögunnar:
gervigreindartækni. 




Í dag gæti ógnin í þróun
AI - artificial intelligence eða
gervigreindar - og vopna
henni tengdri, leitt til enn
nýrrar umpólunar í valda-
kapphlaupi á heimsvísu.
Talað er um svokallaðar cyborgs
eða sæborgir, þegar ákveðin
tilvistarverund er samsett af bæði
lífrænum og tæknigerðum líkamshlutum.
En veldur hver á heldur.
Ekki mun lengur þurfa mannlegt
handafl við vopnaburð.
Nútíma microchips - örflögur - að baki
núverandi tækniundra, s.s. eld-
flauga, hafa þegar skapað ótrúleg
straumhvörf í sögu og þróun mannkyns,
á stærrri kvarða en minnir þó á
upphaf púðurframleiðslu mörgum
öldum fyrr sem var í fyrstu ætlað
til skreytilistar og sjónhverfinga sem
lýstu upp himininn í formi flugelda
til bæði furðu og skemmtunar!
 




Í þessu ljósi er hinn súrrealíski
heimur Blade Runner að
hlutgerast í rauntíma og
svarið við spurningunni um
það hvort vélmenni dreymi
rafkindur,
að færast æ nær.
En eru ekki tölvur og
snjallsímar þegar eins konar
framlengingar af okkur með
tilheyrandi lífi í sýndarveruleika
nútíma afþreyingariðnaðar?




Margir nútímahugsuðir á borð
við hinn nýgengna vísindamann,
Stephen Hawkings, og tækni-
frumkvöðlana og milljarðamæringana,
Bill Gates og Elon Musk, hafa
eindregið varað við hættunni af
óbeislaðri notkun gerivgreindar
í nútímaheimi græðgisvæðingar
og átaka: að maðurinn gæti
hæglega misst stjórnina á
framvindu samfélaganna í
hendur vélvæddra heimsyfirráða.
Gervigreindarbyltingin er tvíræður
draumur sem getur hæglega breyst
í martraðarkenndan eyðandi veruleika.





Þessi sýn hefði hljómað býsna
súrrealísk fyrir einungis örfáum
árum en er talin það raunveruleg
ógn í dag, að Eton Musk hefur
t.a.m. þegar byrjað að þróa
geimskutlu til að ferja menn til
Mars - Rauðu plánetunnar.
Mars yrði eins konar Plan B
fyrir mannkyn ef til slíkra
Jarðaryfirráða kæmi í framtíðinni.
Stefnir á að fara sjálfur og dvelja
á Mars til rannsókna strax á
næsta ári og kanna landgæði
til búsetu á annarri plánetu...
Hljómar eins og aprílgabb en er
það samt ekki hvað sem verður.





Sagan sýnir að fagrir draumar
og ævintýralegt hugvit geta
klárlega breyst á einu örskoti
í martraðarkenndan hrylling í
raunveru með ófyrirséðum afleiðingum,
- úr veröld tvísýnna drauma
yfir í veröld mölvaðra drauma -,
ef við höldum ekki vöku okkar
og verndum það sem okkur
er trúað fyrir af lífinu sjálfu.





Vestdalseyrin við norðan og
utanverðan Seyðisfjörð,
ljómar í vorbirtu páskasólar,
fjarri heimsins vopnaskaki
hvar skáldkonan góða,
Vilborg Dagbjartsdóttir, fæddist
í þennan heim árið 1930,
á millistríðsárunum svokölluðu
á milli fyrri og seinni heimsstyrjalda.
En Seyðisfjörður hvar einna styst er
sjó-og flugleið til og frá Evrópu,
er vagga fjarskipta við útlönd
með tilkomu ritsímans 1906 í
gegnum sæstreng frá Færeyjum.
Í ljóði sínu Vor frá árinu 2010,
yrkir Vilborg um nýjan og hreinan
heim sem fagnar upprisu lífsins:





Regndropar hanga
á snúrunni og glitra
eins og demantar.

Páskaliljurnar
reisa döggvot höfuð sín
móti birtunni.

Hlý morgunsólin
strýkur allt mjúkum fingrum
og þerrar tárin.

Nýr og hreinn heimur
fagnar með klukknahljómi
upprisu lífsins.





*






Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86  87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA