Nýlega birtum við hér fréttapistil
um nýútkomna draumaráðningabók
Símons Jóns þjóðfræðings
og nefndum í leiðinni
merkisrit á ensku um sama efni.
Segja má að bæði þessi rit
flokkist innan alþýðu- og þjóðfræða.
(Sjá pistil frá 29.11.10).
Nú er komið að því að segja frá
nýútkomnum bókum
innan táknfræði og draumaráðninga
sem byggja á gömlum grunni
sálfræða fyrrum samstarfsfélaganna
Sigmund Freud og Carl Gustav Jung.
En umfjöllun um draumakenningar
Freud og Jung má sjá hér
á setrinu undir tenglunum Fróðleikur
og Rannsóknir, (draumaríngl; draumamark).
Sigurjón Björnsson prófessr emeritus
í sálfræði við Háskóla Íslands,
hefur nýverið þýtt hið gagnmerka
tímamótaverk Freud Die Traumdeutung
sem fyrst kom út aldamótaárið 1900.
Skrudda gefur Draumaráðningar út.
Bókin er byggð upp af
fjölmörgum draumadæmum
sem Freud safnaði í starfi sínu
og sem hann leitast við að túlka
jafnframt að vera sjálfur
snemma mikill draumamaður
og segja frá eigin draumreynslu;
tók hann að skrá drauma niður
þegar á unga aldri.
Enfremur kynnir Freud hér
þá kenningu sína að draumar
séu sprottnir af sálarlífi dreymandans
og veiti mikilvæga vitneskju
séu þeir rétt ráðnir
en telur þá hins vegar ekki
vera spásagnir um ókomna tíð.
Að einu leytinu er hann trúr hinni
fornu hefð að líta á drauma sem
merkingarbæra vitundarreyslu
en að öðru leytinu gengur
hann gegn viðteknum
skoðunum á forspárgildi drauma.
Má segja með sanni
að draumkenning og draumtúlkanir
Freud marki merk og söguleg
tímamót í draumfræðunum.
Er mikill fengur fyrir draumáhugafólk
að hinni góðu þýðingu Sigurjóns.
Draumar endurspegla að mati Freud
hugsanir og tilfinningar dreymandans
í undarlegum dularbúningi
og eru góð leið til sjálfsskoðunar,
sálkönnunar og aukins sjálfsskilnings.
Í þessu tilliti kallaði hann
draumana konungsveginn til undirmeðvitundarinnar
og vörð svefnsins:
dreymandinn getur í svefni
farið um lendur hins ómeðvitaða
og upplifað hvatir, þarfir
og óskir og öðlast svölun þeirra
sem oft væri ekki við hæfi í vökunni
án þess að vakna upp
en á sama tíma náð
nauðsynlegri svefnhvíld.
Jung var á sömu línu í upphafi
og Freud í djúpsálfræðilegri nálgun
varðandi stigskiptingu vitundarinnar.
Snemma mikill draumamaður
og mjög berdreyminn frá unga aldri.
En leiðir skildi þegar Jung
komst í kynni við ævaforna
sálfræði Austurlanda fjær og
tók að tileinka sér hugmyndir
um andlegan grundvöll
mannlegrar tilveru og
leiðina heim til birtingar
innri möguleika mannsins
og hins Æðra Sjálfs.
Setti Jung í framhaldinu
fram kenningu um
sammannlega undirmeðvitund og
meðfæddar dulvitaðar arfmyndir,
(erkitýpur/archetypes),
sem birtust í alheimslega þekktum
draumþemum og draumtáknum.
Sem dæmi eru arfmyndir um
dauðann, (gamla manninn með ljáinn);
trúðinn, skúrkinn og hetjuna.
Til eru í heiminum í dag
ýmsar merkar stofnanir sem viðhalda
kenningum Jung og þjálfa
fólk í vinnu með drauma
og í beitingu draumtúlkunar
eins og Jung stofnanirnar
í Zurich og Chicago.
Enn aðrar einbeita sér að útgáfu
á ritum innan jungískrar táknfræði
s.s. Philemon Foundation í BNA
og ARAS - The Archive for Research
in Archetypal Symbolism.
En ARAS ritstýrði nýlega miklu merkisriti
í jungískri táknfræði sem Taschen gaf út
og sem óhætt er að benda áhugafólki
um táknfræði vöku og draums á,
The Book of Symbols -
Reflections on Archetypal Images.
Er bókin byggð upp
á fjölmörgum myndum
og táknum allt frá
fornöld til nútímans
með aðgengilegum
textaskýringum.
Eitt það nýjasta í Jungfræðunum
sem margt hefur verið
ritað um undanfarin misseri,
er spurningin um í hvaða arfmynd
hver og einn eisntaklingur
og dreymandi lifir eða
er að vinna í hverju sinni.
Í hvaða arfmynd lifir þú?
'
|