Forsíđa   

 01.01.2019
 Hiđ mjúka vinnur bug á hinu harđa...



Nýtt ár 2019 er runnið upp.
Óskandi að það verði árið
sem mannkynið læri þá
fornu lexíu að leita þarf
samræmis og jafnvægis
og vinna saman í anda
gæsku og sáttar en ekki
í anda þeirrar helstefnu
sem er að útrýma lífi
dýra, plantna og manna,
og heilum vistsvæðum
menningar og tungna.




Nú er talið að um 6-7
þúsund tungumál
fyrirfinnist í heiminum.
Spáð er að þeim gæti
hæglega fækkað um 97%
á næstu 100 árum ef svo
heldur fram sem horfir.
Nýja árið er ár tungnanna.
En falstungur eru því miður
raddir daganna og
eitlharðir naglar
með steinhjörtu ráða
lögum og lofum...





Ef mannkynið á að lifa
af þá helstefnu sem
nú ríkir og hefur eytt
yfir 70% margra lífsforma
á plánetunni á aðeins
örfáum áratugum,
þarf að verða algjör
viðsnúningur í viðhorfum
til mennsku og réttinda
alls lífs til þess að anda
og vera til undir himninum.
Aðlögunarhæfni, visku og
sveigjanleika er þörf
til þess að snúa ofríki og
ógnarstjórn falshuga við.





Í Bókinni um Veginn, Dao de Jing,
öndvegisriti Daóismans,
kvað Gamla barnið,
hinn aldni meistari Lao tse,
um leiðina og ferlið sem
hægt væri að stika og fara
til þess að lifa af í heimi
hörðum og lifa saman
í gæsku, sátt og samlyndi.
En þessi mikli kínverski
meistari ritaði speki sína
á miklum umrósturstímum
í hinu víðfema landi Kína
á 4.öld fyrir Kristsburð.




Í  Dao de Jing segir svo
um mátt hins veika:




Hið mjúka vinnur bug
á hinu harða,
hið veika á hinu sterka.
Þetta vita allir,
en enginn breytir samkvæmt því.




Megi okkur auðnast
að fylgja visku hjartans
og dreyma betra líf
öllum til heilla og
lifa í jafnvægu flæði
á plánetunni Jörð
á nýju ári 2019.




*


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82  83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA