Forsíđa   

 24.12.2019
 Jólasól: hvađ er glatt sem hiđ góđa guđsauga?




Nú skín sól--góða guðsaugað--
á norðurhjara, eftir margra
dægra þungbúinn himinn,
og þar áður illviðri og hamfarir,
m.a. í Öxnadal hvar þjóðskáldið,
Jónas Hallgrímsson, fæddist,
á þeim fagra stað, Hrauni,
í einhverjum dulmagnaðasta og
töfrum sveipaðasta fjallasal Íslands:
Ástarstjörnu yfir Hraundranga...
En það dimmir fljótt innarlega
og sólarljósið sést ekki um langt
skeið á köldum vetrum.
Bernskuárin dvaldi Jónas á
Steinsstöðum í sama dal
með fjölskyldu sinni en eftir
föðurmissi við 9 ára aldur,
ólst hann upp að Hvassafelli
í Eyjafirði hjá móðursystur sinni.
Talið að hann hafi verið þar
sín unglingsár, allt til tvítugs..





Fögnum jólasól og endurfæðingu
hennar nú þegar sól tekur
að klifra hærra á himinboga.





Talandi um himinn, sól og stjörnur,
þá átti hinn hagi orðasmiður,
ljóðskáld og náttúrufræðingur,
Jónas Hallgrímsson, (1807-1845),
ýmislegt í fórum sínum sem tungutak
yfir furður sköpunarverksins,
eins og reikistjarna, sporbaugur,
ljósbogi, aðdráttarafl og miðflóttaafl.
(Fjölfræðingurinn Jónas var jafnframt
menntaður í stjörnufræði frá
Kaupmannahafnarháskóla).






Lífið fór ekki alltaf mjúkum
höndum um Jónas, hann
þekkti bæði sæluna og kvölina
og sálarþyngslin sem margir
upplifa í svartasta skammdeginu.
Hann þekkti þrána eftir ljósi og birtu
og orti m.a. um endurfæðingu
sólar í desember í ljóði sínu
Sólhvörf:






Eilífur guð mig ali
einn og þrennur dag þenna!
lifa vil eg svo ofar,
enn eg líti sól renna.
Hvað er glatt sem hið góða
guðsauga? kemur úr suðri
harri hárrar kerru,
harðar líkn og jarðar.







Gleðileg jól nær og fjær
í anda mannúðar
og miskunnsemi!





*







Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62  63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA