Forsíđa   

 16.01.2011
 Höfuđskepnurnar og draumarnir - hiđ innbyggđa viđvörunarkerfi



Í dag eru liðin 16 ár frá
snjóflóðunum í Súðavík.
Minnir á að við búum
í landi elds og ísa
hvar virðing fyrir
höfuðskepnunum
gildir ekki síður nú
en á fyrri tíð.

En gerir þessi nútími ráð
fyrir höfuðskepnum?
Hverjar eru þær nú annars?
Eða hverjir eru
börn náttúrunnar?

Hið merkilega samspil
náttúru og manns
hefur getið af sér eins konar
innbyggt viðvörunarkerfi
sem íslensk alþýðufræði
hafa löngum fjallað um.

Líta má á drauma
til viðvörunar vegna hamfara
í náttúru eða mannheimi sem
hluta af þessu innbyggða kerfi.


Til eru frásagnir af draumförum
fólks fyrir vestan og raunar
víðar af landinu sem
túlka má sem forspár
um náttúruhamfarirnar
í  Súðavík í janúar 1995.
Nokkrir ísbjarnardraumar
eru þar á meðal.


Ekki skyldi gleyma sálrænum
eftirstöðvum slikra hamfara
og hinum mannlega harmleik.

Fyrsta skipulagða áfallahjálp
hérlendis fór af stað
við þessar Súðavíkurhamfarir
svo og rannsóknir síðar
á eftirstöðvum hamfaranna
bæði á Súðavík og á Flateyri.
En á Flateyri féll mikið
mannskaða snjóflóð
26. október sama ár.

Í kjölfar snjóflóðaársins 1995,
tóku að heyrast orð
og hugtök eins og
áfallastreita og
áfallastreituröskun
.

En mikið vantar þó
enn í dag upp á
sálrænan stuðning fyrir fólk
í kjölfar áfalla
,
bæði fyrstu áfallahjálp og
lengri sorgarúrvinnslu.


  Raskanir á svefni og draumum
eru fylgifiskar stóráfalla
og streitu þeim tengdri.
Má nefna að um 60% Flateyringa
voru enn með svefntruflanir
nokkrum mánuðum eftir snjóflóðið
og helmingur enn með martraðir.


Skuggsjá hefur síðustu misserin
fengið inn viðvörunardrauma
sem falið hafa í sér forspár
um ýmsar hamfarir,
bæði heima og erlendis.
Og hefur sent einstaka þeirra inn
til Almannavarna og Veðurstofu,
nú síðast vegna eldgosanna
í Fimmvörðuhálsi og Eyjafjallajökli.

Guðjón Petersen,
fyrrum forstjóri Almannavarna,
sagði svo nýverið á bloggi sínu:

Við Íslendingar búum
í landi elds og ísa
og víst er að þessar
höfuðskepnur

stæltu og mótuðu
fyrri kynslóðir þessa lands.

Þekking, viska,
athygli og alþýðuvísindi,

sem fengin voru í arf
frá gengnum kynslóðum,
mann fram af manni,
kenndu
að aðeins getur
sambýlið við eld, ís,

jarðhræringar og
stórviðri blessast,

að borin væri virðing
fyrir náttúrunni,

kostum hennar og ógnum.

Ísland er kostaland
til búsetu og athafna
ef virðingu fyrir

höfuðskepnunum
er viðhaldið.

Andvaraleysi og
sú hegðun

að lifa aðeins
fyrir líðandi stund

misbýður hins vegar
samskiptareglum
við náttúruna

og þá verður hættunni
boðið heim.


(Háskastig - klossi. blog .is  01/11/10).



Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249  250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA