| 
 
 
 
 Íðilfagrar Vetrarsólstöður 2021 þegar sólin fer snemma að sofa 
 á bak við fjöllin. Þannig mæltist kornungum spekingi,  þegar hann velti fyrir sér hvað gerist þegar sólin sést ekki lengur: 
 
 Sólin fer að sofa á bak við fjöllin á nóttunni. 
 (Tómas Bjarni Jóhannsson, 3ja og hálfs). 
 
 
 Ungviðið heldur okkur við með 
 andríkinu og sjálfsprottinni hugsun; sækir af brjóstviti sínu í heim 
 innri visku og vits. 
 Birtir okkur sannkallaða sólarsýn 
 og þá bjargföstu von, að sólin 
 komi alltaf aftur þegar hún er 
 búin að sofa á bak við fjöllin. 
 
 
 
 
 
 Í dag var Eiríksjökull baðaður 
 einstökum heiðbláma og í 
 uppheimum birtist bleikfingraður blævængur til Snófjalla. Förinni heitið Vestur.... 
 
 
 
 Vetrarsólstöður kl. 15.59 í boði Náttúrunnar undir Hafnarfjalli 
 með Borgarfjörðinn, Mýrarnar og Snæfellsnes á aðra hönd. Leikandi léttir sólbakkar neðst á himni við hafflötinn. Örfáum mínútum síðar 
 eru þessir iðandi ljósbakkar 
 horfnir og sólin hefur hverfst um sjálfa sig.
 
 
 
 Hinn knái Tómas Bjarni mun 
 gleðjast, nú þarf sólin ekki 
 að sofa jafn lengi á bak við fjöllin... 
 
 
 
 
 #
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 |