Forsíđa   

 21.12.2021
 Vetrarsólstöđur - og sólin fer snemma ađ sofa á bak viđ fjöllin




Íðilfagrar Vetrarsólstöður 2021
þegar sólin fer snemma að sofa
á bak við fjöllin.
Þannig mæltist kornungum spekingi,
þegar hann velti fyrir sér hvað gerist
þegar sólin sést ekki lengur:


Sólin fer að sofa á bak við fjöllin á nóttunni.

(Tómas Bjarni Jóhannsson, 3ja og hálfs).



Ungviðið heldur okkur við með
andríkinu og sjálfsprottinni hugsun;
sækir af brjóstviti sínu í heim
innri visku og vits.
Birtir okkur sannkallaða sólarsýn
og þá bjargföstu von, að sólin
komi alltaf aftur þegar hún er
búin að sofa á bak við fjöllin.






Í dag var Eiríksjökull baðaður
einstökum heiðbláma og í
uppheimum birtist bleikfingraður
blævængur til Snófjalla.
Förinni heitið Vestur....




Vetrarsólstöður kl. 15.59 í boði
Náttúrunnar undir Hafnarfjalli
með Borgarfjörðinn, Mýrarnar
og Snæfellsnes á aðra hönd.
Leikandi léttir sólbakkar
neðst á himni við hafflötinn.
Örfáum mínútum síðar
eru þessir iðandi ljósbakkar
horfnir og sólin hefur hverfst
um sjálfa sig.



Hinn knái Tómas Bjarni mun
gleðjast, nú þarf sólin ekki
að sofa jafn lengi á bak við
fjöllin...





#










Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34  35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA