Fjallið Kerling með sinn Röðul og
Jómfrúartind, Karlinn og hin forna
eldstöð Súlur, gnæfa yfir grösugum
lendum Eyjafjarðar og gjöfulli Eyjafjarðará.
Kerling hæst fjalla í byggð á Norðurlandi,
1538 metra hátt og talið yfir 8 milljón
ára gamalt. Hluti af hinni ævafornu
eldstöð Glerárdala. Formfegurðin er
einstök með sinn pýramídatopp.
Kerling gerð úr blágrýti og líparíti;
þar vex jöklasóley í1500 metra hæð.
Ekki að undra að Helgi magri, hafi sett
niður bú sitt undir rótum þessa magnaða
fjallgarðs. Þar grær margt á grundu og
hið sögufræga höfuðból Grund, síðar
landmesta jörðin við rætur Kerlingar.
Sannkallaðar draumlendur hér um
slóðir og eru merkar þjóðsögur,
draumar og vitranir til af svæðinu
s.s. frá Grund, Möðrufelli, Miklagarði
og Hvassafelli .
Sagan af Snæfríði Eyjafjarðarsól
á Möðrufelli er vel sráð. En henni
er eignað orðtakið betra er yndi en auður;
til er lika útgáfa af Sigríði frá Grund.
Hvort það voru menn í álagahami trölla,
sem höfðu hana á brott eður ei,
skal ósagt látið en einhverra hluta vegna
kallast allur skaginn milli Eyjafjarðar
og Skagafjarðar, frá fornu fari,
Tröllaskagi.
Þekktar eru draumsýnir frú Aðalbjargar
Sigurðardóttur frá Miklagarði, eiginkonu
séra Haraldar Níelssonar, guðfræðiprófessors.
En hún sá í annan heim og til eru skráðir draumar
Aðalbjargar allt frá barnsaldri í heimasveitinni.
Þá er draumvitrun Þorsteins Hallgrímssonar
á Hvassafelli einstök, af fráfalli þjóðskáldsins
Jónasar, bróður hans.
Á nýju tungli í sólbjörtum Grundar-
þingum, kemur þessi draumvitrun
Þorsteins á Hvassafelli, bróður
Jónasar skálds, í hugann.
En Jónas ólst upp hjá móðursystur
sinni á Hvassafelli eftir að faðir hans
drukknaði í hinu djúpa Hraunsvatni
í Öxnadal og fór til náms á Möðrufelli
hjá séra Jóni Jónssyni, lærða.
Bakki, hinn forni kikjustaður og nú
elsta guðshús í Eyjafirði, skammt frá
Hrauni hvar Jónas fæddist, var aðal
grefrunarstaður í Öxnadal.
Þorstein dreymdi að hann væri staddur
á Bakka í jarðaför Jónasar, bróður síns.
Og fannst hann heyra þessa draumvísu
sagða fram:
Hann er laus við heims ókjör,
í himna kominn ranninn.
Áfram minni flýti för,
far vel mælti svanninn.
En einmitt um þetta sama leyti
síðla maí 1845, hafði Jónas, bróðir
hans, látist i Kaupmannahöfn,
án þess Þorsteinn vissi.
Margar sagnir fyrr og nú,
staðfesta slíkar vitranir í draumi
hjá nánum einstaklingum og
mjög þekkt að mæður finni fyrir,
skynji eða dreymi fyrir um slys
og andlát barna sinna, ungra
sem uppkominna.
Stundum er haft á orði að
innangengt sé á milli manna.
Dreymi vel á síðsumri!
#
|