Náttúran, vagga alls og einnig gröf;
Þessi orð skáldsins Jóahnnesar úr
Kötlum, (1891-19721), koma í huga
á fyrsta degi nýs árs. Skáldsins sem
orti og skrifaði svo ötullega
og drengilega, líka fyrir börnin,
um svefn þeirra, vonir og drauma.
Hann nefndi fyrstu ljóðabækur
sínar eftir hendingum úr
gamalli barnagælu:
Bí, bí og blaka,
álftirnar kvaka,
ég læt sem ég sofi
en samt mun ég vaka.
.
Jóhannes var alinn upp á heiðarbýli
um 10 km. frá Ljárskógum í Dölum
sem nefndist Ljárskógarsel
og var á Gaflfelllslheiði.
Hann kenndi sig við ævinttýralegt
leiksvæði æskuslóðanna inni á
heiðinni,stutt frá ánni Fáskrúð
með sín fögru gil,stapa, hylji,
og gljúfur hvar laxar léku
glaðir: örnefnið Katlar er haft
um þennan töfraheim.
Hér á öldum áður á Ísalandi,
var farið til grasa: á grasafjall.
Góðu heilli er sá siður að ganga
í endurnýjun lífdaga.
Hógvær grös Jarðar, rætur,
fræ og korn, hafa íi gegnum
aldirnar, satt marga munna
og forðað hungri og er árið
2023 hjá Sameinuðu þjóðunum,
tileinkað hirsi, harðgerum
grastegundum með samheitið
millet-hirsi sem oft vaxa við frekar
ólífvænleg skilyrði og þurfa lítið
til sín eins og á þurrum gresjum
Afriku og víða í Asíu, s.s.
á Indlandi sem er stærsti
ræktandi og útflytjandi
hirsis í heiminum.
Kjörið í súpur, brauð og grauta,
barnamat og drykki; glútenlaust.
Að ótalinni notkun í dýrafóður.
Lítillætis og látleysis, ekki stórmennsku
og brjálæðis, er sannarlega þörf
í mannlegu samfélagi og á
veraldarvísu nú um stundir.
Höldum á vit hins ókunna
á nýju ári með bæn um frið fyrir
mannanna börn og allt ungviði
hvar sem er svo það megi
vaxa og dafna - sofa og dreyma
og eiga öruggt athvarf.
Jóhannes úr Kötlum orti um
friðinn, nánd og tengingar
í tíma og rúmi, hér og nú,
þá og þar, var, er og verður,
í nýstárlegri Þulu frá Týli
í ljóðabók sinni Sjödægru sem
út kom hjá Heimskringlu 1955:
elskum hið ókomna
biðjum um frið
horfumst í augu
horfumstt í augu gegnum fjarlægðirnar
horfumst í augu gegnum aldirnar
biðjum um frið.
#
|