Höfuðdagur og allt í ágústblóma
er sumri hallar. Vonir standa til
að næstu vikur verði góðar
ef marka má gamla veðurtrú.
Flóra Íslands segir margslungna
sögu um samspil plönturíkis við
landhætti, fólk, byggð og menningu.
Að vera innan um íslenska flóru
og dvelja í kyrrlátu og gefandi flæði;
kærkomið hægstreymi í dagsins önn.
Gleði yfir gróandanum og gjöfum Jarðar.
Talað er um að um 5.500 villtar tegundir
blómplantna, byrkninga, mosa, flétta,
þörunga og sveppa, vaxi hér á landi.
Sagt er frá um 1.037 þeirra í máli og
myndum á www.floraislands.is
Flóruvef hins stórmerka og ötula
grasafræðings, dr. Harðar Kristnssonar,
sem lést fyrr í sumar eða hinn 22. júní sl.
En hann veitti lengi Náttúrufræðistofnun
Íslands-Akureyrarsetri, forstöðu.
Var þar áður prófessor í grasafræði
við Háskóla Íslands og hafði veitt
Náttúrugripasafninu á Akureyri,
forstöðu um árabil.
Doktor í plöntusjúkdómum frá
háskólanum í Göttingen í Þýskalandi
árið 1966.
Hógvær og ljúfur sveitadrengur úr
blómlegri byggð Eyjafjarðarsveitar,
fæddur að Arnarhóli, í nóvember 1937.
Fræðastörf Harðar hvildu á herðum
ötulla forvígismanna náttúrufræða
hér á landi og má þar telja norðanmennina
og skólameistara Menntaskólans á Akureyri,
Stefán Stefánsson og Steinsdór
Steindórsson frá Hlöðum. En sá fyrrnefndi
skrifaði gagnmerkt rit um íslenskar
háplöntur, Flóru Íslands, upp úr
aldamótunum 1900. Og sá siðari
þýddi úr dönsku hina stórmerku
Ferðabók náttúrufræðingsins og skáldsins
Eggerts Ólafssonar, og Bjarna Pálssonar,
síðar landlæknis. Örn og Örlygur gaf þá
þýðingu ú í tveim bindum árið 1978.
Fjölmargir hafa notið góðs af fræðum
og miðlun Harðar í gegnum árin
og þar með dýpkað kynni sín af flóru
landsins með lestri handbóka hans
um blómplöntur, byrkninga og fléttur.
Og síðar stórvirkisins Flóra Íslands,
Blómplöntur og byrkningar, sem út
kom árið 2018. Meðhöfundur Harðar
að þessu glæsilega 740 blaðsíðna verki,
var grasafræðiprófessorinn Þóra Ellen
Þórhallsdóttir. Er verkið myndskreitt
með máluðum og teiknuðum myndum
eftir Jón Baldur Hlíðberg líkt og annað
tímamótaverk í grasafræði.
Það hafði verið bók Ágústs H. Bjarnasonar
frá árinu 1973, Íslensk flóra með litmyndum
en myndir í henni voru teiknaðar af
Eggerti Péturssyni.
Ljósar sem huldar lendur plantna,
heilu veraldirnar, nutu natni Harðar í
umfjöllun og meðförum. Tónlist og
dans voru ætíð hugleikin; fóru vel
saman með léttleika seiðandi
blómheima. Draumræn upplifun.
Helga Hallgrímssyni, náttúrufræðingi og
skólabróður Harðar frá Göttingen
og samstarfsmanni til margra ára,
farast svo orð í nýlegri minningargrein:
Stundum var engu likara en hann lifði
í öðrum heimi.
Við hjá Skuggsjá minnumst Harðar með
djúpu þakklæti sem fyrirtaks kennara
og glettins ljúflings. En fyrstu kynnin
hófust á þeim góða stað,
Náttúrugripasafninu á Akureyri,
við dýrmæta leiðsögn þerra félaga,
Harðar og Helga.
Safnið var til húsa að Hafnarstræti 81
en þar í húsi hafði Amtsbókasafnið
lengi verið og síðan Tónlistarskólinn.
Margir eiga þaðan góðar minningar
Megi blómin halda áfram að umvefja
Hörð á nýjum lendum.
#
|