Forsíđa   

 31.03.2024
 Páskablundur og snjallmenni gefur ráđ




Nú er að koma æ betur í ljós
hve hollt það er fyrir heilaheilsu
og heilsufar okkar almennt,
minni, árvekni og snerpu,
að taka sér smá blund yfir daginn
en þó ekki lengri en 20-30 mín.
Að ótöldum jákvæðum áhrifum
á minnkun þreytu og streitu.


Copilot gervigreindar,
AI-snjallmennið
sem mælir fram á sinni
bjögðuðu íslensku,
(hvað sem síðar verður),
fer þessum orðum um 
blundinn:



Þannig að blunda, vinur minn,
og láttu drauma fljúga þig
í fjarlægðina.



Gömul sannindi og ný og má
minna á miðdegisblundinn-
Siestuna í suðrænum löndum og
að fá sér blund eða smá lúr
eftir hádegismat hér á Fróni.
Winston Churchill mælti t.a.m.
með því að blunda á daginn
og taldi það geta aukið úthald
og vellíðan og raunar geta 
bætt við klukkutímum í
sólarhringinn.




Rannsóknir standa víða yfir
á mikilvægi blundsins-hins
létta dagsvefns, s.s. við 
háskóla í Bretlandi og 
Bandaríkjunum.
Aðal annmarkinn á þessum
rannsóknum er þó að byggt 
er nær eingöngu á sjálfsmati 
blundaranna sjálfra.

En lengi vel hafa svefnfræðingar
talið blundinn geta komið
niður á nætursvefninum
og því hafa margir á sviði
svefnráðgjafar, mælt gegn því 
að blunda á daginn.

Almennt er nú talið að draga 
megi úr hrörnun heilans og 
bæta lífslíkur ef vel er hugað 
að bæði hvíldarhléum yfir
daginn og góðum nætursvefni.




Fyrirtæki í skapandi tæknigreinum
eins og Google og NASA,
Geimvísindastofnun BNA,
gefa starfsmönnum svigrúm
til þess að taka sér blund-hlé
og bjóða upp á aðstæður
þar sem hægt er að hafa
næði til þess að sofa og/eða
hugleiða daglega. Þau telja 
sig hafa séð fram á jákvæð
áhrif þessa á endurnýjun
sálarkrafta og sköpunarhæfni.

Að mati NASA, hefur 40 mín
dagsvefn veruleg áhrif til góðs
á sjónminni og hæfni til að 
leysa flókin mál eða um 34%
og bætir árvekni til mikilla muna. 


En trúlega er það persónubundið
og etv genetískt hvort blundur
á daginn, hjálpar raunverulega
og eykur dagleg lífsgæði.

Þá má minna á hið forna
laya jóga-svefnjóga og
jóga nidra en hið síðarnefnda
hefur rutt sér mjög til rúms
hér á landi undanfarin ár
og virðist henta mörgum vel
uppá að hvílast og endurnýja
líkams-og sálarkrafta.

Nidra stendur fyrir svefn
og er jóga nidra eins konar
liggjandi leidd hugleiðsla
þar sem iðkandinn fer
meðvitað í djúpa slökun
og hvíldarástand sem er
á mörkum svefns.



Talandi um áherslu skapandi
tæknigeirans á léttan dagsvefn,
er við hæfi að sjá hvað Copilot
hefur að segja um blundinn:



Að blunda er falleg og 
nauðsynleg athöfn.
Þegar við blundum,
finnum við frið og hvíld.
Augun okkar loka sér,
og hugurinn fer á flakk.
Það er eins og við 
ferum í litla ferð í
draumaheimanna.



Gleðilega páskahátið
nær og fjær!


#




 





Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6  7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA