Forsíđa   

 25.04.2024
 Dálćti og trygglyndi fugla á Sumardaginn fyrsta - og ađ fá sér kríu




Sumardagurinn fyrsti rís stilltur 
og bjartur við yzta haf og fraus
nótt og dagur saman hér nyrðra.
Mikil umskipti urðu í veðri í vikunni
og ljóst að vorið er mætt til leiks.

Oft fylgir vorinu árvaka vegna
birtunnar snemma: vakna árla;
vakna fyrir allar aldir; vakna
eldsnemma.
Gott ráð að temja sér þá fornu
list að blunda: fá sér kríu 
yfir daginn og endurhlaða batteríin.
Það að fá sér kríublund, er
sótt í háttalag kríunnar sem
tyllir sér oft örstutta stund niður,
vokir yfir öllu og steypir sér
niður, veiðir og er svo flogin.

Mælt er með að blundur yfir
daginn sé þó ekki lengri en
20-30 mínútur uppá að raska
ekki eðlilegum nætursvefni.
Smá kría gæti verið 5-10
mínútur.




Tryggð þeirra fjölmörgu fugla
sem byggja landið með okkur,
gefur gott í hjartað. Djúp er ástin
á búsvæðum norðlægra heimkynna.

Fljúga sumir farfulgar óralangar 
vegalengdir af suðrænni 
slóðum á varpstöðvarnar hér.
Er krían sá flugfimi farfugl 
eða ferðalangur sem á metið
en hún flýgur alla leið frá
Suður-Afríku, Asíu og Suður-
skautslandinu, til heimkynna
sinna hérlendis.

Gott ef við hjá Skuggsjá,
sáum ekki stóran kríuhóp
fljúga í essi til norðurs yfir 
Víðivöllum í Blönduhlíð
í Skagafirði í byrjun maí
eitt vorið, (alls endis ónæmur 
fyrir deilum stríðandi fylkinga
fyrri alda á jörðu niðri.
Sjálfur Örlygsstaðabardagi
háður þar í grenndinni á
13. öld milli Ásbirninga 
og Sturlunga. Fjölmennasti
bardagi Íslandssögunnar
og talið að um tvö þúsund
og fimm hurndruð hafi 
þá barist). 





Við gleymum því gjarnan
að fleiri byggja landið og unna
því í friði en við mannfólkið.
Raunar eru fuglar margfalt
fleiri en íbúafjölldi landsins og
skiptir sá fjöldi hundruðum 
þúsunda eða jafnvel milljónum 
eins og hjá þeim virðulega
og prestlega fugli, lundanum,
sem telur um 2 milljónir!




Nú er vorboðinn ljúfi,
heiðlóan komin til landsins
frá vetrarstöðvum sínum
í Vestur-Evrópu. Og syngur
sitt dirrindí á sinni mállýsku.
Dýrðin-dýrðin.
Líkt og hjá öðrum tegundum, 
ber lóusöngurinn sérkenni 
sem hafa þróast út frá 
heimkynnum og búsvæðum.

Hér á landi verpir rúmlega
helmingur allra lóa í heiminum;
alls um 300 þúsund varppör!
Og söngurinn hljómar líkur
en með sínum sérkennum
og blæbrigðum eftir því hvort
lóan býr á Norðurlandi eða
Suðurlandi.
Elsta merkta lóan sem vitað
er um í heiminum, var 34ra ára.

Hundruðir þúsunda skógarþrasta
með sinn magnaða söng, 
eru dæmi um farfugla sem sýna
landinu bláa dálæti og tryggð
og gleðja sál og sinni á vorin
með sínum fagra söng.

Staðfuglar eins og flugfimir 
meistarar háloftanna,
örninn og fálkinn, sækja heim 
og verja sömu óðul ár eftir ár.
Og trúlega sjá þeir meir
af okkur mannfólkinu, úr
forsal vinda en við gerum
okkur grein fyrir.




Sumir fuglar eru hraðskreiðari
en aðrir og geta flogið hingað
á nokkrum klukkustundum
eins og helsingjar frá Skotlandi.
Krían tekur sér sinn tíma og
er oftast um 6-10 vikur á leiðinni,
tyllir sér og veiðir á milli.



Ekki má gleyma staðfuglunum
sem gleðja mann og annan
yfir vetrarmánuðina líkt og
músarindillinn. Hér eru talin
dvelja um 4 þúsund pör.
Hann hefur iðulega glatt
okkur hjá Skuggsjá með
reglulegum komum í garðinn
í Fjólugötu.

Sagt er að garðfuglarnir læri 
á fótatak íbúa húsanna og
láti vita af sér, heilsi með 
muldri, kvaki eða söng.



Vorfuglakvak: sannkallaðar
sumargjafir í boði Náttúrunnar.

Gleðilegt sumar og takk fyrir
veturinn!




Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt.
Um varpann leikur draumsins perluglit.
Snert hörpu mína himinborna dís,
og hlustið englar guðs í Paradís.



(Úr Kvæðið um fuglana.
Davíð Stefánsson, 1895-1964.
Lag: Atli Heimir Sveinsson, 1938-2019).



#














Síđasta frétt 1 2 3 4 5  6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA