Forsíđa   

 14.07.2024
 Leikgleđi drauma á hásumri



Háar hitatölur á hálfskíjuðum
sunnudegi hér í Eyjafirði og 
fjöllin rísa björt í brjóstinu.
Vitneskjan um júlítíma í kortunum,
er ekki bara glaður draumur heldur
raunveruleiki: hásumar.



Og fjöllin rísa björt í brjósti þér,
þau benda heim svo langt sem auga sér.
Og moldin vakir, mold og gróin tún
- og máttug rís þín sól við fjallabrún.


Svo kveður Matthías Johannessen,
(1930-2024), í ljóði sínu
Ávarp Fjallkonunnar 1967.



 
Í dagsins önn og argaþrasi og
auknum áhyggjum venjulegs fólks
út af kolrangri hagstjórn og sí
endurteknum tilraunum með
fjármálakerfi sem drifið er af okri
undanfarna rúma fjóra áratugi,
veðrur æ minna um eðlilegar og
nærandi svefnhvíldir og mikilvæga
úrvinnslu drauma. Úrvinnslu sem
talin er nausynleg fyrir endurröðun
daglegrar reynslu í minni og 
heilun tilfinninga og samskipta
úr vökunni. Og nú síðast, tala
fræðingar um taugafræði
miðtaugakerfis og heilaheilsu
í þessu samhengi.




Nú um stundir, dregur úr tímanum 
til dagdrauma--sími og samskipta-
miðlar, tæki og tól taka yfir--og
trúlega eru þeir nú meir kvíðablandnir 
en áður var, litaðir af
áhyggjum af stöðu mála
í afkomu fólks og ástandinu
í heiminum víðast hvar. 
En nú er talið að leikgleðin 
í draumum næturinnar og í 
dagdraumum okkar, séu 
náskyld fyrirbæri.

Í leikgleði drauma skapast
svigrúm fyrir vonir og skapandi 
sýnir á nýja möguleika og
oft vaknar dreymandi fullur
af nýjum þrótti til verkefna
dagsins. Ímyndunarafl og
sköpunargleði nátengd hvort
sem er í vöku eða svefni.
Töfrar draumsins mega
ekki fara halloka fyrir 
vélhyggju nútímans.




Talið er að fólk dreymi a.m.k. 
3 til 5 drauma á nóttu hverri en 
minni á þá er vissulega misjafnt.
Reynslan sýnir að draumar
sem hreyfa virkilega við
dreymandanum varðveitast
betur, fólk man þá einfaldlega
mun betur. Og gjarnan hafa
slíkir draumar ýmist djúpa,
persónulega merkingu fyrir
dreymandann og/eða eru
forboðar um komandi atburði.
 
En almennt eru draumar
síkvik fyrirbæri og ekki
óeðlilegt að þeir gleymist
í flæði svefns og vöku þegar
dreymandinn sér þá örstutt
fyrir sér nývaknaður og svo
eru þeir horfnir.
Hliðið að undirmeðvitundinni
sem geymir alls konar upplýsingar
úr reynslu daganna og af áreitum
sem raunar sum mega alveg
vinsast úr og gleymast í
óminnishafinu.




Stór hluti af mennsku okkar
að láta sig dreyma um heima
og geima í vöku sem draumi.
Draumar gerast í flæði og 
spurning hvort AI-gervigreindinni
takist nokkru sinni að höndla hið 
flæðandi og skapandi
eðli drauma og tilfinninga?
En nú þegar eru sumir innan
draumfræðanna farnir að skoða
með notkun gervigreindar við
flokkun draumtákna og draumsafna
og getur þannig komið að góðu gagni.

Já, en dreymir AI rafkindur?
Getur AI spunnið eitthvað nýtt,
upplifað tilfinningar og tamið
sér leikgleði draumlífsins?
Stórar spurningar sem framtíðin
mun eflaust færa okkur nær 
svörum við svo fremi mannkyni 
lánist að nýta gervigreindina
til góðs og umgangast af virðingu.



#

 






Síđasta frétt 1 2  3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA