Jólin fæðast í hjörtunum
í helgu ljósi vonarinnar.
Minnumst orða Dalaskáldsins
Jakobs Jóhannessonar Smára,
(1859-1929), um jólabarnið:
Ó Jesúbarn,
þú kemur nú í nótt
og nálægð þína
ég í hjarta finn.
----
Þín heilög návist helgar
mannlegt allt, -
í hverju barni,
sé ég þína mynd.
Jólin eru hátíð barnanna.
Megi þau eiga friðsæl jól
um veröld víða.
Sorgin mesta er að
mörg eiga þau ekki
sín jól fjarri vígaslóð.
Að mæta þeirri vifirringu
sem viða ríkir hvar ekkert
er heilagt, er verkefni
sem við sem mannkyn
getum ekki skorast
undan að leysa.
Megi okkur auðnast
gæfa og skír sýn
til þess að svo megi
verða. Og að öll börn
alls staðar séu ekki
rænd bernsku sinni,
draumum og framtíð.
Gleðilega hátíð og
góðar jólastundir
nær og fjær!
#
|