Forsíđa   

 09.04.2011
 Í upphafi skyldi endinn skođa...



Í dag er merkisdagur
í lífi íslensku þjóðarinnar
vegna Icesavekosninga.

Í upphafi skyldi endinn skoða,
segir gamalt íslenskt máltæki.
Óhætt mun segja að
upphaf Icesave sé
málum blandið
og þróunin eftir því.

Undir tenglinum Spurt og svarað
birtist nú Icesavedraumur
eldri borgara að austan
sem hefur verið einn af
föstum dreymendum
Skuggsjár allt frá árinu 2003
og reynst merkilega sannspár.

Málið hlýtur m.a. að snúast
um framtíð komandi
kynslóða í landinu,
börnin okkar og barnabörn;
Indíánar orðuðu þetta svo
að við hefðum forsjárskyldum
að gegna við kynslóðirnar
marga liði fram í tímann.

Nú stendur yfir
undirbúningur Skuggsjár
að verkefnum komandi vors
og sumarmánuða.
Verið er að leita að
hentugu húsnæði á Akureyri
fyrir barnadraumasýningu
Skuggsjár á íslensku og ensku,
vinna að kynningu á
veðurdraumum í Dalvíkubyggð,
og undirbúa fyrirlestrahald
og kynningar á fyrstu ráðstefnu
evrópskra draumasetra/stofnana
í Rolduc í Hollandi.

Verða birtar frekari fréttir
hér á vefsetrinu
þegar nær dregur
þessum viðburðum.

Talandi um börnin og
verndarábyrgð hinna eldri,
birtum við hér ljóð
úr nýútkomnu úrvali
einkar vel þýddra ljóða
skálda um víða veröld
eftir Gyrði Elíasson
í Uppheimabókinni
Tunglið braust inn í húsið:


Ó BARN, ÓTTASTU EKKI MYRKRIÐ
OG DIMMA HEIMA SVEFNSINS


Ó barn, þegar þú ferð niður í svefninn
og hólf hans öll, þá verðurðu annað og
meira en þú ert, þú verður
                          þessi fylking
af fuglum og skepnum og trjám, þú ert kór,
smáhestur meðal klára, græðlingur í dimmum
skógi, þú lyftir greinum þínum hátt til himins,
                        og laufgast
og síðan eruð þið bifurinn eitt, þú rennur
saman við litlu dýrin sem verma sig í sólinni
og hvílast og dyljast þegar hvítur vetur ríkir
og í svefni árinnar sefur þú
einsog sjálf árinnar og vatna-
veranna sem gapa á sundinu,
og smjúga lipurlega og mjúkt
í glitrandi friðsæld sinni.


(Delmore Schwartz, 1913-1966).



Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242  243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA