Í dag er merkisdagur
í lífi íslensku þjóðarinnar
vegna Icesavekosninga.
Í upphafi skyldi endinn skoða,
segir gamalt íslenskt máltæki.
Óhætt mun segja að
upphaf Icesave sé
málum blandið
og þróunin eftir því.
Undir tenglinum Spurt og svarað
birtist nú Icesavedraumur
eldri borgara að austan
sem hefur verið einn af
föstum dreymendum
Skuggsjár allt frá árinu 2003
og reynst merkilega sannspár.
Málið hlýtur m.a. að snúast
um framtíð komandi
kynslóða í landinu,
börnin okkar og barnabörn;
Indíánar orðuðu þetta svo
að við hefðum forsjárskyldum
að gegna við kynslóðirnar
marga liði fram í tímann.
Nú stendur yfir
undirbúningur Skuggsjár
að verkefnum komandi vors
og sumarmánuða.
Verið er að leita að
hentugu húsnæði á Akureyri
fyrir barnadraumasýningu
Skuggsjár á íslensku og ensku,
vinna að kynningu á
veðurdraumum í Dalvíkubyggð,
og undirbúa fyrirlestrahald
og kynningar á fyrstu ráðstefnu
evrópskra draumasetra/stofnana
í Rolduc í Hollandi.
Verða birtar frekari fréttir
hér á vefsetrinu
þegar nær dregur
þessum viðburðum.
Talandi um börnin og
verndarábyrgð hinna eldri,
birtum við hér ljóð
úr nýútkomnu úrvali
einkar vel þýddra ljóða
skálda um víða veröld
eftir Gyrði Elíasson
í Uppheimabókinni
Tunglið braust inn í húsið:
Ó BARN, ÓTTASTU EKKI MYRKRIÐ OG DIMMA HEIMA SVEFNSINS
Ó barn, þegar þú ferð niður í svefninn og hólf hans öll, þá verðurðu annað og meira en þú ert, þú verður þessi fylking af fuglum og skepnum og trjám, þú ert kór, smáhestur meðal klára, græðlingur í dimmum skógi, þú lyftir greinum þínum hátt til himins, og laufgast og síðan eruð þið bifurinn eitt, þú rennur saman við litlu dýrin sem verma sig í sólinni og hvílast og dyljast þegar hvítur vetur ríkir og í svefni árinnar sefur þú einsog sjálf árinnar og vatna- veranna sem gapa á sundinu, og smjúga lipurlega og mjúkt í glitrandi friðsæld sinni.
(Delmore Schwartz, 1913-1966).
|