Við fjölluðum hér nýlega
um innra lífið og mikilvægi þess
að virða það og viðurkenna.
Nú hafa rannsóknir á draumum
í Bretlandi og Bandaríkjunum
varpað frekara ljósi á þetta innra líf,
þ.e.a.s. á skírdreymisreynslu
í svefni annars vegar og
merkingu drauma hins vegar.
Þessar rannsóknir staðfesta
margt sem áður hefur komið fram
í Gallup könnun Skuggsjár
á draumum Íslendinga.
Merkileg rannsóknarstofa
um svefn og drauma
hefur verið rekin undanfarin
ár við Swansea háskólann
í Wales og veitir prófessor
Mark Blagrove, einn af
fyrrverandi forsetum
alheimssamtaka draumfræðinga,
- IASD - henni forstöðu.
Í nýlegum rannóknum
hefur Blagrove fundið
aukningu á frásögnum
á skírdreymisreynslu hjá
viðföngum/meðrannsakendum
sínum en hún greindist
í Gallup könnun Skuggsjár
2003 mjög há hjá
Íslendingum eða um 50%.
Blagrove telur að
aukningin sé tilkomin
bæði vegna þess að
fólk hefur greiðari aðgang
í dag að upplýsingum um
hvað skírdreymi sé
og geti þar með mátað sína
draumreynslu við það
en einnig að hæfileikar fólks
í draumreynslunni séu
ef til vill að breytast í
nútímanum og að fólk
átti sig á að það getur
í sumum tilfellum
stjórnað draumum sínum.
Varðandi merkinguna
sem draumar hafa fyrir
einstaklinga og daglegt líf
þeirra, þá greindist þessi
þáttur mjög hár hjá
Íslendingum; það voru vel yfir
70% í Gallup könnuninni
sem töldu drauma hafa
merkingu í daglegu lífi sínu.
Nú hafa tveir bandarískir
háskólaprófessorar, annar við
Harvard og hinn við
Carnegie Mellon, sýnt fram á
í rannsókn á 149 háskólanemum
frá Indlandi, Suður Kóreu
og Bandaríkjunum, að
nemarnir telja drauma hafa
mikla þýðingu fyrir sálarlíf sitt,
daglega hegðan
og ákvarðanatöku.
Í frekari rannsóknum
þeirra á öðrum hópum,
kom fram að fólk tekur mark
á draumum næturinnar
jafnvel þó það viti ekki alveg
hvað draumarnir tákni,
það hlusti eftir þeim og taki
samt mark á þeim,
einkum draumum sem eru
í samræmi við gildismat,
reynslu og persónuleika.
Telja rannsakendur þessar
niðurstöður í samræmi við
nýlegar amerískar
draumkannanir á þjóðarúrtaki.
Ennfremur taldi meirhluti
nemanna drauma endurspegla
dýpri sviðs sálarlífsins
og dulin sannindi um þá sjálfa
og heiminn í kringum þá.
Má því segja að þessi skoðun
þeirra sé í takt við hefðbundnar
kenningar djúpsálfræðinnar
án þess þó farið væri út í
draumþemu/tákn og merkingar þeirra
að öðru leyti sem vissulega
geta verið margar og
misjafnar skoðanir á.
Niðurstöðurnar benda til
að fólk af ólíkum þjóðernum
og menningarheimum haldi
drauma sína í heiðri og tryggð
við leiðsögn þeirra
og sé að opnast enn frekar fyrir
auðlegð draumheimsins
og möguleikum, s.s.
í skírdreymisreynslunni.
Svo vitnað sé til
Carey Morewedge sem leiddi
bandarísku nemarannsóknina:
Það að dreyma er að trúa - dreaming is believing.
|