Forsíđa   

 04.05.2011
 Niđurstöđur Gallup könnunar Skuggsjár og nýlegar draumrannsóknir



Við fjölluðum hér nýlega
um innra lífið og mikilvægi þess
að virða það og viðurkenna.
Nú hafa rannsóknir á draumum
í Bretlandi og Bandaríkjunum
varpað frekara ljósi á þetta innra líf,
þ.e.a.s. á skírdreymisreynslu
í svefni annars vegar og
merkingu drauma hins vegar.
Þessar rannsóknir staðfesta
margt sem áður hefur komið fram
í Gallup könnun Skuggsjár
á draumum Íslendinga.

Merkileg rannsóknarstofa
um svefn og drauma
hefur verið rekin undanfarin
ár við Swansea háskólann
í Wales og veitir prófessor
Mark Blagrove, einn af
fyrrverandi forsetum
alheimssamtaka draumfræðinga,
- IASD - henni forstöðu.

Í nýlegum rannóknum
hefur Blagrove fundið
aukningu á frásögnum
á skírdreymisreynslu hjá
viðföngum/meðrannsakendum
sínum en hún greindist
í Gallup könnun Skuggsjár
2003 mjög há hjá
Íslendingum eða um 50%.
Blagrove telur að
aukningin sé tilkomin
bæði vegna þess að
fólk hefur greiðari aðgang
í dag að upplýsingum um
hvað skírdreymi sé
og geti þar með mátað sína
draumreynslu við það
en einnig að hæfileikar fólks
í draumreynslunni séu
ef til vill að breytast í
nútímanum og að fólk
átti sig á að það getur
í sumum tilfellum
stjórnað draumum sínum.

Varðandi merkinguna
sem draumar hafa fyrir
einstaklinga og daglegt líf
þeirra, þá greindist þessi
þáttur mjög hár hjá
Íslendingum; það voru vel yfir
70% í Gallup könnuninni
sem töldu drauma hafa
merkingu í daglegu lífi sínu.

Nú hafa tveir bandarískir
háskólaprófessorar, annar við
Harvard og hinn við
Carnegie Mellon, sýnt fram á
í rannsókn á 149 háskólanemum
 frá Indlandi, Suður Kóreu
og Bandaríkjunum, að
nemarnir telja drauma hafa
mikla þýðingu fyrir sálarlíf sitt,
daglega hegðan
og ákvarðanatöku.

Í frekari rannsóknum
þeirra á öðrum hópum,
kom fram að fólk tekur mark
á draumum næturinnar
jafnvel þó það viti ekki alveg
hvað draumarnir tákni,
það hlusti eftir þeim og taki
samt mark á þeim,
einkum draumum sem eru
í samræmi við gildismat,
reynslu og persónuleika.

Telja rannsakendur þessar
niðurstöður í samræmi við
nýlegar amerískar
draumkannanir á þjóðarúrtaki.

Ennfremur taldi meirhluti
nemanna drauma endurspegla
dýpri sviðs sálarlífsins
og dulin sannindi um þá sjálfa
og heiminn í kringum þá.
Má því segja að þessi skoðun
þeirra sé í takt við hefðbundnar
kenningar djúpsálfræðinnar
án þess þó farið væri út í
draumþemu/tákn og merkingar þeirra
að öðru leyti sem vissulega
geta verið margar og
misjafnar skoðanir á.

Niðurstöðurnar benda til
að fólk af ólíkum þjóðernum
og menningarheimum haldi
drauma sína í heiðri og tryggð
við leiðsögn þeirra
og sé að opnast enn frekar fyrir
auðlegð draumheimsins
og möguleikum, s.s.
í skírdreymisreynslunni.

Svo vitnað sé til
Carey Morewedge sem leiddi
bandarísku nemarannsóknina:

Það að dreyma er að trúa -
dreaming is believing.


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240  241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA