Veðurklúbburinn á Dalbæ
sóttur heim í dag
og spáð í veðrið í júní.
Veðurdraumaverkefni
Rannsóknarstofu Skuggsjár
um drauma á Norðurslóð
kynnt á fundinum.
Stefnt verður að
viðburðadagskrá í
Menningarhúsinu Bergi
í október í haust.
Veðurspáfundur dagsins
var allur tekinn upp
fyrir Ríkisvútvarpið
- gömlu Gufuna -
og verður fluttur
nk.laugardag,
4. júní kl. 16.05.
í þættinum
Í boði Náttúrunnar
í umsjón hjónanna
Jóns Árnasonar og
Guðbjargar Gissurardóttur.
Sunnanvindur sólu frá
sveipar linda skýja,
fannatinda, björgin blá,
björk og rinda ljómar á.
(Úr Veðurvísum
Jónasar Hallgrímssonar, 1947).
Hér kemur svo júníspá
hinna veðurglöggu
Dalbæinga:
Veður verður
nokkuð gott
fram að 10. júní
en leiðinlegt frá
þeim tíma og fram
yfir 20 júní.
Batnar aftur um
sumarsólstöður
og endist
út mánuðinn.
Klúbbfélagar telja
að sumarið verði
fremur kalt með
norðlægum áttum.
Kemur betur í ljós
með mánaðarlegum
spám þeirra félaga.
Deildarmyrkvi á sólu
annað kvöld.
'
|