Nýverið lauk afar
velheppnaðri IASD
draumaráðstefnu
í Rolduc í Hollandi
þar sem m.a. var
fjallað um hvað er
líkt og hvað ólíkt í
draumamenningu
hinna ýmsu þjóða.
Yfirskrift ráðstefnunnar
var Dreams and
Cultural Diversity.
Næsta ráðstefna
verður haldin að ári
við hinn fagra
Marinaflóa í
Berkeley, Kaliforníu.
Þemað þá verður
Sailing on the Sea of Dreams.
Fyrirlestur Skuggsjár
í Rolducklaustrinu
fjallaði um drauma
í Íslendingasögum
einkum Laxdælu
og Sturlungu.
Um draumahefð
okkar í aldanna rás
til dagsins í dag
og sérstæði hennar í
alþjóðlegum samanburði.
Var fyrirlesturinn
hljóðritaður og hægt
að panta hjá asdreams.org
Ennfremur mun hann
birtast í haust/vetur
sem tímaritsgein og
verður tilkynnt nánar.
Var m.a. lagt út frá
kenningu Íslandsvinarins
Gabriel Turville-Petre
sem taldi að
á umbrotatímum,
lifði draumurinn af
umrót og breytingar
í bæði trúarkerfum og
stofnunum samfélagsins;
leiddi þróunina til
nýrrar framtíðarsýnar.
G. Turville-Petre
var um langt árabil
prófessor við Oxford
í norræni forntungu
og fornbókmenntum
og hafði hlotið þjálfun
hjá J.R.R. Tolkien
í Christchurch,
höfundi Hobbitans
og Hringadróttinssögu
sem mjög hafði
hrifist af hinum
íslenska sagnaarfi.
Turville sótti Ísland
oft heim og var
mjög heillaður af
draumahefð landans
og þróun draumtákna.
Hann skrifaði um þau
merkar greinar eins og
þau birtust bæði
í yngri sem eldri
íslenskum heimildum,
s.s. í fornsögunum
og Biskupasögum.
Og síðar í þjóðsögum,
ýmsum þjóðháttum
og draumasöfnum.
Vildi hann meina að
aldagömul dultrú
og dulhyggjuhefð
byggi að baki
margra draumtákna.
Ennfremur taldi hann
enga þjóð í Evrópu
jafnast á við hina íslensku
þegar kom að draumum
og draumtáknum.
Eigum við Turville
sannarlega mikið
að þakka varðandi
kynningu og verndun
á hinni sérstæðu
draumamenningu okkar.
Að ógleymdu því
að benda á skapandi
möguleika draumsins
sem fær okkur til að
dreyma nýja framtíð.
'
|