Í dag opnaði Skuggsjá
sýningu á barnadraumum
í Friðbjarnarhúsi í
Innbænum á Akureyri
í samvinnu við
Leikfangasýninguna
sem þar er til húsa.
Sýningin stendur
yfir til ágústloka og
er opið alla daga
frá kl. 13-17.
Vel fer á að sýna saman
leikföng og drauma
barna þar sem
hvorttveggja byggir á
skapandi ímyndunarafli
og frjóu hugarflugi
barnsins - raunar
barna á öllum aldri
því kona á besta
aldri sem sótti
sýninguna heim í dag
hafði á orði að hún hefði
mikið flogið í sínum
draumum sem barn -
og flygi enn!
Erum við ekki öll
börn í hjartastað?
Hver vill svo sem
glata því að fljúga
þótt í draumi sé?
Mörk veruleika, þykistu
og draums eru vel
yfirstíganleg þegar börn
eru annars vegar og er
leikgleði eitt aðaleinkenni
barnadrauma, eða
eins og Shakespeare
orðar það í Hamlet:
O God, I could be bounded in a nutshell, and count myself a king of infinite space...
Drottinn minn, ég gæti verið
luktur í hnotskurn og þótzt konungur í endalausum geimi...
(Ísl. þýðing Helga
Hálfdánarsonar, 1983).
'
|