Í dag er dagur
heilagrar Sesselju,
(eða Cecilíu),
verndardýrlings
tónlistar og
tónsköpunar.
En Sesselja
tengist líka svefni
og draumum, ekki
síst því ástandi
að vera á milli
svefns og vöku,
vera vitandi í
draumsvefni.
Í skírdreymisástandi
upplifði Sesselja
andlegar vitranir
og meðtók æðri visku.
Þá eru sagnir af henni
í aldanna rás
þar sem hún hefur
birst fólki í svefni
því til leiðsagnar
og uppörvunar.
Ef til vill bæði
sá og heyrði hin
hreinlynda Sesselja
með hjartanu
en hún var uppi
á 3. öld; heyrði
himneska tóna
og lofsamaði Guð
með hljóðfæraleik
og söng á tímum
þegar kristni hafði
enn ekki verið
lögtekin í Róm.
Hlaut hún
píslarvættisdauða
er hún stóð
staðföst með
sannfæringu sinni
af góðu viti og óloginni trú.
Mikill átrúnaður var
á Sesselju hér á landi
og hélst löngu eftir að
kaþólskan var aflögð.
Kirkjur að Nesi í Aðaldal
voru helgaðar heilagri
Sesselju og hefur nafn
hennar haldist í ættum
þingeyskra kvenna.
Árið 2009 orti
Thor Vilhjámsson,
fallegan texta
um heilaga Sesselju
við óratoríu
Áskels Mássonar,
Söng Cecilíu.
Birtum hér brot
úr verki Thors:
Kváðu svo vottar
að blóm spryttu
í sporum hennar,
og fygldi sætur
ilmur hennar för;
angaði blómgresi
um velli, fór sveipur
um grösin ýmsu
og lághljómandi
bærðust tónaleiðslur.
'
|