Forsíđa   

 14.12.2011
 Gestakomur í Sauđlauksdal: ađ reisa ţjóđ upp úr öskustó međ draumum og jarđeplum



Kannski Íslendingar
séu eðlisskyldir
jarðeplum - kartöflum -
eins og haldið er fram
í nýjustu bók
hins Stirlingmenntaða
bókmenntafræðings
og rithöfundar
Sölva Björns Sigurðssonar,
Gestakomur í Sauðlauksdal
(eður hvernig skal
sína þjóð upp reisa
úr öskustó),
sem bókaútgáfan
Sögur gefur út:


Enginn skapnaður
er skyldari Íslendingum
en kartaflan, eitt pínulítið
piparkorn sem bíður þess
að teygja faðminn móti
albreiðum himni.


Þrátt fyrir ýmsa óáran
til sjávar og sveita,
eiga hin harðgeru
jarðepli sér lífsvon í
hrjóstrugum jarðvegi
hvar stjörnurnar hafa
ekki við að lýsa
þann þunga skugga
sem hvílir yfir flestu
á norðurhjara.

Óhætt er að segja
að bók Sölva um
séra Björn Halldórsson
í Sauðlauksdal og
þá bjargföstu trú
er Björn hafði á
kartöfluræktun
og hinu indæla
gnægtaborði
jarðeplanna til
að leysa landsins
hörmung á ofanverðri
18. öld þegar ýmis
harðindi höfðu leikið
land og þjóð grátt,
 eigi fullt erindi inn í
umræðuna um
breytt gildismat
þjóðar eftir Hrun.

Þess utan er bókin
fádæma vel skrifuð;
ekki laust við hún minni
á franska ljóðrænu
og innileika í anda
Litla prinsins
þegar Björn talar
(raunar skrifar) til
Eggerts Ólafssonar
mágs síns, sem á
öll sín bein
í hafdjúpinu
og fegurstan
anda á himninum.

Líkt og jarðeplin,
vaxa draumar
inn í verundina
við ysta haf og
gæða hana lífi og
þori svo lifað megi:


En allt er til í draumi,
Eggert minn,
allt býr í draumi.
Ég hef nú kúvelst hér
á túninu með kartöflu
á stærð við lítinn kvenmann,
byggt mér jarðeplaskúta
á stærð við Svefneyjar
og nærst á mínum
eigin bústað í
ilmríkustu göngum
þessa heims -
allt í draumi.
Nú er minn draumur
að fá sveitunga mína og
stærsta landsins fólk
til að hætta að
treysta á þrámeti
sem sína einu fæðu.


(Sölvi Björn Sigurðsson,
Gestakomur í Sauðlauksdal,
2011, 44).



'



Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217  218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA