Í dag er Dagur Jarðar haldinn hátíðlegur
víða um heim.
Jarðarinnar, sem
elur okkur, er minnst
um leið og við
þökkum fyrir okkur.
Lofum að leggja
okkar af mörkum
til að virða hana,
vernda og viðhalda.
Í verkefni Skuggsjár
Á tali við ána,
sem unnið hefur
verið að í vetur,
hefur m.a. komið
í ljós í heimildarýni
að skáld, rithöfundar
og ýmsir hugsuðir
á Laxárbökkum,
hafa lengi sótt
sér innblástur í
Bókina um veginn.
Leitað í Taóisma og
hugmyndir þar
um að vinna
með náttúrunni
til mótvægis
við vélræna
hugmyndafræði
og ránsmenningu,
sem byggir á græðgi,
ójafnvægi og
yfirgangssemi
í garð Jarðarinnar.
Einn þessara mögnuðu
hugsuða, sem hafði
ungur kynnt sér taóisma,
var Sigurjón Friðjónsson,
skáld og alþingismaður,
frá Sandi í Aðaldal.
En tekið skal fram,
að eflaust hafa margir
á Laxárbökkum
- bæði fyrr og nú -
aðhyllst lífsskoðanir
Bókarinnar um veginn
án þess nokkru sinni
að hafa barið þá
mætu bók augum!
Þekktu Taó
í hjarta sínu
af Jörðinni,
sem þeir yrktu
og unnu...
Í bók Sigurjóns
Skriftamál
einsetumannsins,
sem fyrst kom
út árið 1929,
síðar endurútgefin
1999 með formála
Páls Skúlasonar
fyrrum háksólarektors,
segir Sigurjón frá
vitundarsambandi
sínu við náttúruna
og hvernig sú
einingarskynjun
hjálpaði honum
að takast á við
lífsverkefni sín.
Sigurjón var snemma
mikill draumamaður
og skráði drauma sína.
Hann talaði m.a.
um draumsjónir:
taldi drauma
góða leið til
að sjá handan
rúms og tíma
og koma á hinni
mikilvægu tengingu
manns, náttúru
og Allífsins - Taó.
Öðlast sýn frá
Furðuströndum
eins og hann
orðaði það.
Til er í manneðlinu vísir til sjónfæra sem eru öðrum hætti en hin vanalegu. Til sagnir um það að honum gefi sýn yfir fjarlægðir í rúmi. Til sagnir um það að honum gefi sýn yfir fjarlægðir í tíma.
Þetta verður einkum í draumi. Verður einkum þegar lokað er fyrir ys og þys daglega lífsins.
(Sigurjón Friðjónsson,
Skriftamál einsetumannsins,
1999, 46).
*
|