Ofurmáni birtist
í fullum skrúða
á húmbjörtu
næturhvolfi
og hefur hann
ekki verið svo
nálægur jörðu
um alllangt skeið.
Ótrúlegt að sjá hann
svona eins og
stóra pönnuköku
beint í andlitið...
Áhrif ofurmána á
náttúru og mannlíf
eru óræð á
þessari stundu;
veldur vonandi
ekki hamförum
eins og trúað
var fyrr á öldum.
Hvað sem er
og verður,
þá gildir að vona
það besta og
mæta hlutunum
af æðruleysi.
Aristóteles
sem einna fyrstur
fjallaði um drauma
út frá sálfræðilegu
sjónarmiði hér
á Vesturlöndum,
talaði um tengsl
vonarinnar við
draumreynslu og
frjótt ímyndunarafl,
að vonin væri
draumur vökunnar.
Honum er eignuð
þessi setning:
Að vona er
að dreyma
vakandi.
*
|