Höfuðvígi draumfræða
í hinu bjarta Norðri,
draumabærinn Akureyri,
fagnar 150 ára afmæli
á þessum Höfuðdegi.
Griðastaður bernskunnar
og drauma hennar,
Lystigarðurinn á Akureyri,
er almenningsgarður
formlega opnaður 1912;
konur gerðu garðinn.
Í dag bæði skrúðgarður
og grasagarður (frá 1957)
en sögu hans má lesa
á nýútkominni bók.
Eiga margir sælar
bernskuminningar
úr garðinum góða;
náð að íhuga
og dreyma þar
hjartkæra drauma.
Lystigarðurinn á
stórafmæli í dag
og er 100 ára.
Hann er jafnframt
elsti grasagarður
landsins með yfir
7000 plantna og
einn sá nyrsti í heimi.
það er sannarlega
vert að gleðjast
og fagna þessum
stóru tímamótum
í sögu höfuðstaðar
Norðurlands.
Minnast þess sem
vel hefur verið gert
og er gert enda þótt
hér hafi skipst á
og skiptist enn á
ljós og skuggar
eins og víðast.
Til hamingju Akureyri!
Nýverið barst Skuggsjá
merkilegt draumasafn
að gjöf frá konu á
sjötugs aldri á Akureyri.
Í safninu eru tæplega
30 skráðir draumar frá
tímabilinu 2005 til 2010.
Kunnum við henni
heila þökk fyrir þetta
mæta gagnasafn
sem ásamt fleiri
draumasöfnum mun
mynda uppistöðuna
í stóru gagnasafni
Draumfræðistofnunar Íslands
sem nú er runnið
að því að opna á grunni
Draumaseturs Skuggsjár.
Í tilefni afmælisins og
Lystigarðsins góða
sem fólk á öllum aldri
virðist enn tengjast
sterkum böndum,
birtum við hér draum
úr áðurnefndu safni,
af lystigarði og því
hlutverki sem hann
þjónar sem griðastaður
fyrir menn, plöntur,
dýr og fugla:
Mér fannst ég koma inn í stóran lystigarð. Þar var ég komin með stálpaðan gráleitan svartþrastar- unga í hendurnar. Unganum sleppti ég niður á jörðina og sá hann trítla þar um þegar ég kom auga á annað foreldri ungans.
Sá fugl var vængbrotinn og hafði hann komið unganum upp eftir að vængurinn hafði brotnað. Mér hafði þótt sérlega vænt um þennan fugl.
Ég var komin með fuglinn í hendurnar og var ég að segja verði garðsins frá því að það hefði nokkur fjöldi mismunandi tegunda fugla komið ungum úr eggjum í litla
garðinum mínum, þar á meðal grágæs, og hefði ég farið með alla þessa fugla yfir í lystigarðinn.
(Úr draumasafni Þ.R.
draumur, aðf.nótt
5.janúar, 2008).
*
|