Forsíđa   

 29.10.2012
 Myrkurnćtur gróandans og draumar í vetrarbyrjun



Nú er vetur genginn
í garð á Norðurslóð
og fannst vel fyrir
honum í liðinni viku
með frosthörku uppá
10-13 stig í Eyjafirði
að ótöldum jarðskjálftum
í Eyjafjarðarálum.

Á fullu tungli dagsins
verða tímamót í náttúru,
óhjákvæmilegur fylgifiskur
eru hinar þöglu myrkur-
nætur gróandans í
endalausri hringrás árstíða.
Í þessum hverfingum
þegar dimman verður
ljósinu yfirsterkari
verða skil vöku
og draums óljósari.

Hæðin heillandi
Hampstead Heath í
norðvesturhluta Lundúna
var nefnd hér á vefsetrinu
á Haustsólhvörfum.
En í Hampstead Village
við rætur hæðarinnar
bjó lengi eitt þekktasta
ljóðskáld Breta bæði
fyrr og nú, John B. Keats.

Keats var heimspekilegt
skáld sem velti upp
spurningum um
hringrás lífs og dauða
og mörkum ímyndunar
og veruleika jafnframt
því að íhuga gátu svefns
og (ó)raunveru draumlífs.

Skrifaði um þessar
vangaveltur sínar í
ljóðabálkum á borð við
Sleep and Poetry og
Eve of St. Agnes
.
Ef til vill er hann þó
þekktari fyrir þessar
vangaveltur í ljóðabálk
sínum Óður næturgalans
- Ode to a nightingale -

skrifaður 1819 eftir göngu
á Hampstead Heath,
hafandi hlustað þar á
næturgala í skógarrjóðri
hefja upp fagra raust sína.

Í huga Keats ávinnur
næturgalinn sér ódauðleika
með söng sínum, allt annað
er hverfult og því lýkur.
 Verður þó að viðurkenna
að myrkur dauðinn og
þjáningin sem hann
veldur sé órjúfanlega
bundið bæði lífi og ljósi.

Er unnt að öðlast sátt um
forgengileika dauðans?
Eða er allt ef til vill
einn langur draumur?



... tender is the night,
And haply the Queen-Moon is on her throne,
Cluster ' d around by all her starry Fays;
But here there is no light,
Save what from heaven is with the breezes blown
Through verdurous glooms and winding mossy ways.


----------

Past the meadows, over the still stream,
Up the hill-side; and now ' tis buried deep
In the next valley-glades:
Was it a vision, or a waking dream?
Fled is that music: - Do I wake or sleep?



*


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196  197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA