Í dag raðast tölurnar
skemmtilega upp
í 10.11.12.
Gleðileg tímamót
hjá forstjóra Skuggsjár.
Hamingjuóskir
með tilvitnun í
uppáhaldsbókina
allt frá unglingsárum
Litla Prinsinn
- Le Petit Prince -
eftir franska flugkappann
Antoine de Saint-Exupéry.
Bókin kom fyrst út
árið 1943 og öðlaðist
fljótt dyggan lesendahóp
og er ein mest selda
bók heims enn í dag.
Í þessari nóvellu
tengjast draumur og
veruleiki í eina órofa
heild þar sem dul
og einfaldleiki, gáski
og alvara skiptast á.
Mestu skiptir að sjá
með hjartanu,
er leiðsögn vitra
refsins til hins unga
og leitandi prins.
Að helga sig
draumnum um betra
líf öllum til handa
og hlú að því sem
manni er trúað fyrir.
Hinn forvitri og
draumspaki skólameistari
Menntaskólans á Akureyri,
Þórarinn Björnsson,
þýddi bókina á íslensku
árið1961.
On ne voit bien
qu´avec le cæur.
L' essential est
invisible pour
les yeux.
Maður sér ekki vel
nema með hjartanu.
Það mikilvægasta
er ósýnilegt
augunum.
*
|