Fyrr í nóvember
var hið draumkennda
og magnaða epíska
tímaferðalag
Cloud Atlas
tekið til sýninga í
hérlendum bíóhúsum.
Myndin er gerð af
Wachowski tvíeykinu
sem stóð að gerð
Matrix þríleiksins.
Myndin er byggð á
skáldsögu hins
breska David Mitchell
frá árinu 2004 og
höfum við hér
á vefsetrinu mælt
með Cloud Atlas
áður svo og bók hans
number9dream
sem út kom 2001.
Undanfarin ár hefur
Mitchell sent frá sér
fleiri skáldverk, smásögur
og ritgerðir auk þess
að skrifa óperuverk
fyrir hljómsveitir í
Hollandi og Bretlandi.
Allt líf er tengt og
allir háðir hver öðrum
með einu eða öðru móti
- í blíðu og í stríðu -
og athafnir hafa áhrif
á framvindu löngu síðar,
eru aðalþemun
í Cloud Atlas en sagan
gerist á nokkrum ólíkum
tímaskeiðum þar sem
sögupersónur eru sömu
sálirnar (endurfæddar).
Tónlistin við Cloud Atlas
er sótt til franska
elektrópoppbandsins M83
sem gaf út albúmið
Hurry up, We´re dreaming
á síðasta ári með
hið geimræna lag,
Outro í forsæti:
I´m the king of my own land.
Facing tempests of dust.
I'll fight until the end.
Creatures of my dreams,
raise up and dance with me!
Now and forever,
I´m your king.
*
|