Forsíđa   

 09.12.2012
 Draumabók ársins er Nakti vonbiđillinn



Einstök bók um drauma
- Dormiens Vigila -
kom fyrir sjónir
almennings nýverið,
draumadagbók
eðalhöfundarins
Bjarna Bjarnasonar.
Kærkomin bók í
miðjumoði íslenskrar
afþreyingarmenningar
og samsuðu síbyljunnar.

Bjarni nefnir bókina
eftir einum draumnum
Nakti vonbiðillinn

en bókin birtir 64
skráða drauma allt frá
bernsku til ársins 2008.
Eru draumarnir bæði
dagsettir og staðsettir
og gerast ýmist
í 101 Reykjavík,
á æskuslóðunum
á Eyrarbakka, eða
í Evrópulöndum.

Höfundur gerir ekki
tilraun til að túlka
draumana eða bæta
við þá, og verður
frásögnin fyrir vikið
einkar trúverðug.


Leikur skapandi
ímyndunarafls fer
um víðan völl
í draumum Bjarna.
Og þegar að er gáð
eins og í draumnum
af nakta vonbiðlinum,
birtist djúpur óður
til lífsins og þess
sem mestu máli
skiptir og sterk tengsl
við allt lifandi
þar sem menn,
dýr og náttúra
eiga samtal.

Þá leikur tónlist
og söngur í
draumum Bjarna
og stórt hlutverk.

Við birtum hér
tvo drauma frá
æskuheimilinu
að Einarsnesi
í Skerjafirði
en sama hús var
líka eitt sinn
heimili aðstandenda
Draumasetursins
Skuggsjár.


Einarsnesi 76, 1973: 

Ég er átta ára,
staddur utan við
ryðgað bárujárnshús
 - heimili móður minnar
í Skerjafirði.
Vart er stætt fyrir  roki.
Ég finn hvernig
hviðurnar hrifsa
í klæðin þegar
ég geng niður
hallann að bílskúrnum.
Í garðinum uppgötva
ég að ég get svifið
í vindinum
haldi ég í eitthvað.
Ég lyftist upp
eftir rennunni í
átt að þakinu.

Að lokum held
ég laust með annarri
hendi í þakrennuna.
Ef ég sleppi sogast ég
með hviðunum
út í heim.


París, 17. apríl, 1997:

Á æskuheimili mínu
í Skerjafirði situr
gulhvítur köttur
með mannleg augu
á stól við
hliðina á mér.
Þegar ég klappa
honum, grípur
hann með
framloppunum
um hönd mína.
Í gegnum hlýja
mýktina finn
ég votta fyrir
flugbeittum klóm.

Ég tala til hans
góða stund og
kemst að því að
hann getur sagt
bæði já og nei.

Ég spyr: Viltu túnfisk?
Já, segir hann.


(Bjarni Bjarnason,
Nakti Vonbiðillinn;
Uppheimar, 2012,
bls. 7og 65).


*



Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201  202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 270 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA