Forsíđa   

 21.12.2012
 Net til ađ veiđa vinda og drauma á Vetrarsólstöđum



Hvað vitum við um tímann
sem leikur svo stórt
hlutverk í daglegri tilvist?
Fljótandi fyrirbæri
svo ekki sé meira sagt
og ekki auðfangaður.
Líkt og net til að veiða
vinda og drauma,
fjórvíða eða jafnvel
margvíða drauma.
Heldur áfram að tikka
þó klukkan bili, eða
tímatali ljúki...

Oft er talað um tvær
frumvíddir í alheimi,
tímann
sem vídd breytinga
og rúmið sem má skipta
upp í þrjár víddir
fjarlægðir, áttir og tóm.

Nú er gjarnan talað um
fjórar rúmvíddir þar sem
tíminn er ein víddin,
margfeldi við ljóshraða.
Alheimurinn eins og
við skynjum hann út
frá núverandi þekkingu
er því fjórvídda.
Og ekkert því til fyrirstöðu
að enn eigi eftir að
uppgötvast fleiri víddir.
.
Langa talning
- Long Count -
hið forna tímatal
reiknimeistaranna miklu,
Mayanna, frumbyggja
ríkja Mið-Ameríku s.s.
Guatemala og Mexíkó,
hefur nú runnið sitt skeið
eftir rúm fimm þúsund ár.

Það sem við tekur
er nýr tími samkvæmt
fræðum Maya og kann
sérstæði hans að vera
beint við nefið á okkur
eins og uppgötvanir
í stjarnvísindum hafa
nýverið fært sönnur á:

Stjörnur og plánetur
í himingeimi sem
við getum séð með
berum augum en
vissum ekki af og
hafa svipuð lífsskilyrði
og þrífast á Jörðinni.

Til að mynda 
stjarnanTá Ceti
og plánetur hennar
í stjörnumerkinu
Hvalnum

og ennfremur
reikistjörnur á
sporbaug um
Alfa Centauri
,
næstu stjörnu
okkar sólkerfis.

Á mögnuðum mótum
hinna tveggjaTíma
afhjúpast margt,
ekki einungis í
víddum geimsins,
heldur í verund og
samfélagi manna.

Prófraunin mikla
kann að reynast sú
að vinna með
erkitýpu afhjúpunar
- apokalyptíkina -
í mannlegri veru
án þess að vera
sleginn út í ótta
og brjáli.
Ganga ótrauð á vit
nýs tíma og taka visku
óvissunnar fagnandi.

Kærleikurinn er langlífur.


Net til að veiða vindinn:

Flýjandi djúpfiski
hlaðið glæru ljósi
einskis.

Sólvængjuð hringvötn
búin holspeglum
fjórvíðra drauma.

Týnd spor
undir kvöldsnjó
efans.

Net til að veiða vindinn:

Eins og svefnhiminn
lagður blysmöskvum
veiðir guð.




(Steinn Steinarr,
Tíminn og vatnið, 1948).



*


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200  201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 270 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA