Nú hafa jafndægur
á vori staðið yfir og
leiða þau hugann
að umgengni okkar
við Móður Jörð
hér á landinu kalda.
Landinu í brjóstinu
eins og Þóra Jónsdóttir
skáldkona frá Laxamýri
orðar það í bók sinni
Á hvítri verönd frá 1988:
Oft er erfitt
að bera landið í brjóstinu
brimsorfið og veðrað
fátt um afdrep
Jökulkróna þess er þung
hjartað brennandi
birtan skær og nóttin löng
Sagan eins og samgróningur
í brjóstinu
Suma morgna
er sagan og landið
sterk frjáls og gagnsæ
í brjóstinu
Vatn er sterkt tákn
í draumum Íslendinga
og hefur ýmsar merkingar.
Stundum er það táknrænt
fyrir orku, líf og endursköpun
en túlkun hverju sinni fer
þó eftir heildarsamhengi
draums og t.d. litar
og áferðar vatnsins.
Vatn getur því líka verið
viðvörunartákn í draumi.
Við eigum nóg vatn
en förum við vel með það?
Eyðist það sem af er tekið.
Vatnið er holl áminning
til okkar um að við erum
ekki ein í landinu og
það getur gengið til
þurrðar ef okkur auðnast
ekki að læra vissa
háttsemi í sambýli okkar
við íslenska náttúru.
Í tungutaki okkar
er orðalag eins og
lífsins lindir og
innri uppsprettur
eða lindir sálarinnar,
og þá vísað til hins innra
lífselixírs sem vatnið
er táknbirting fyrir
bæði í eiginlegri og
óeiginlegri merkingu.
Vatnið er undirstöðu-
orkulind vistkerfa Jarðar
og um leið lykileining
í sálarlífi okkar og raunar
er stór hluti líkamans
vatn líka enda brýtur
það sér óhindrað leiðir
inn í draumlífið.
Með áhrif á alla okkar
veru og um leið vistfræði
umhverfisins sem við erum
háð um afkomu og velferð.
Hugtakið sem heyrist æ
oftar í þessu samhengi
er eco-consciousness
(eco eins og í ecology-
vistfræði) og mætti etv.
þýða sem vistvitund.
Að rjúfa grið við
helgi vatnsins
og sálarinnar, er
ávísun á firrta tilveru.
Ef við tengjumst
lítt okkar innra lífi,
- teljum drauma
t.d. bara bull -,
þá er viðbúið að við
uppskerum firringu í
tengslunum við
okkur sjálf og aðra,
við náttúruna og öfugt.
Kannski ein ástæða þess
hvernig komið er fyrir okkur:
að hafa misst tengslin við
vatnið og draumana?
*
.
|