Vetrarsólstöður í
himinkortum dagsins
í mildu og stilltu veðri.
Dag tekur að lengja.
Rætur í íslenskri
fósturmold seiglast...
Megi draumar landans
á þessum tímamótum
í Náttúrunni veita
vonarbirtu inn í
myrknætti þjóðar
við ysta haf .
Þjóðar sem vaknaði
upp af lýðræðis-
belgingi inn í
auðræði sprungins
Hrunsamfélags.
Gleymum ekki að
hlú að blessuðum
börnunum og að
barninu í okkur sjálfum
á þessum myrkurtímum.
Segir svo JTS
5 ára snáði
- einn aðstandenda
Skuggsjár í dag -
um sólina og
tunglið:
Sólin er
í tebolla
og það býr
kall í
tunglinu.
*
|