.
Hærra hjólar sól
og við höldum
draumljúf jól.
Gleymum ekki,
að leggja við hlustir
og nema tungumál
Móður náttúru um
leið og fagnað er.
Lagið Hærra, lag
og texti þeirra feðga
Ásgeirs Trausta
og Einars Georgs á
Laugarbakka í Miðfirði,
kemur í hugann:
Hærra, hærra
heimsins prjál.
Mér þykir verða
fátæklegra og smærra.
Seinna þegar
sólin ljómar af ást.
Dylst í huga
mér það, það
draumljúfa kvöld.
Þessi blámi,
þessir hljómar
sem nást.
Einnig fögur
og há, há
heiðríkjutjöld.
Hærra, hærra
heimsins prjál.
Mér þykir verða
fátæklegra og smærra.
Hátt ég lyfti
huga mínum
á flug.
Legg við hlustir
og nem, nem
vindhörpuslátt.
*
Skuggsjá óskar
landsmönnum
gleðilegra jóla
nær og fjær.
|