Barnahátíðin mest gengur í garð.
Laðar fram sælar bernskuminningar
barnsins í okkur öllum en minnir um
leið á að auðsýna mildi og mennsku
og á skyldur okkar við blessuð börnin
sem eru að vaxa úr grasi.
Síðan fæddi hún fagran son
og í jötu lagði hann.
Allt var undarlegt kringum þau.
Ný stjarna á himni brann
og smám saman myrkrið fór
en þá birtist englakór
sem knékraup barninu ungu.
Og allsstaðar
svo heiðbjart var.
Englarnir sungu.
Það var himnesk englafjöld
þetta aðfangadagskvöld.
Ný hátíð var runnin upp
það var komin jólanótt.
Síðan er hver jólanótt
hvert ár barnahátíðin mest
la la la la barnahátíðin mest.
(Úr Aðfangadagskvöld;
Þorsteinn Eggertsson, 1942- ).
Gleðilegar jólatíðir nær og fjær!
#
|