Að dreyma líf og yl
á jólum, hátíð ljóssins,
ættu að vera öllum
börnum þessa heims,
sjálfsögð mannréttindi,
sem og alla aðra daga,
og sem okkur hinum
fullorðnu, ber bæði
að stuðla að og verja.
Verum minnug orða
austfirska bóndans
og alþýðuskáldsins,
Páls Ólafssonar,
(1827-1905), þegar
hann yrkir um þá
vernd og hlíf sem
öll börn þurfa, í ljóði
sínu Vögguvísu:
Illa dreymir drenginn minn,
Drottinn, sendu engil þinn,
vöggu hans að vaka hjá,
vondum draumum stjaka frá.
Láttu' hann dreyma líf og yl,
ljós og allt, sem gott er til,
ást og von og traust og trú.
Taktu' hann strax í fóstur nú.
Langa' og fagra lífsins braut,
leiddu hann gegnum sæld og þraut.
*
Gleðileg og góð jól
nær og fjær!
|