Sólin stendur kyrr á himni
kl. 10.44 fyrir hádegi
í syðstu og lægstu stöðu,
þennan skemmsta dag
ársins: vetrarsólstöður
þegar staða á sólbaug er
lægst og lengst í suður
frá miðbaug himins.
Einn aðal póllinn á
hringferli árs og tíma.
Mesti myrkurtíminn senn
liðinn og sól tekur
að hækka göngu sína.
Dýr og gróður aðlagast
lífi vetrarhörku; dvali er
hluti eðlilegrar hringrásar.
En inngrip mannsins
í hina náttúrulega
hrynjandi alls lífs,
hefur orðið gríðarlegt á
rúmri hálfri öld, um það
vitna rannsóknir, s.s.
á votlendi í Evrópu
og dýralífi í öllum
heimsálfum. Víða hafa
búsvæði tapast og heilu
tegundirnar misst allt
að 40-50% af stofnum
sínum og íverugæðum.
Mál að linni og að
draumar okkar og
vonir fyrir bættum
hag dýra og náttúru,
öðlist rödd og mátt.
Kanadíska skáldkonan
Susan Gillis, yrkir um sólstöður
með eftirminnilegum hætti
í ljóði sínu Solstice Night;
hugurinn leitar ósjálfrátt til
vetrarríkis Montréal borgar
við rætur Konungsfjalls:
A blue lake surrounds the house, snow
restored by twilight to a version of its original self,
stippled where wind and animals have crossed,
buried by shadows of trees.
And speaking of trees, shadows fly out from them
like time-traces of late summer bats and return.
Everything dampers down.
A sudden stillness -
and the earth´s tilt reverses.
Gradually the first stars prick
the sky around the moon´s pearled curve.
(Úr bók Susan Gillis,
the Rapids frá 2012).
*
|