Forsíđa   

 21.12.2016
 Sólstađa á himni og náttúrudraumar



Sólin stendur kyrr á himni
kl. 10.44 fyrir hádegi
í syðstu og lægstu stöðu,
þennan skemmsta dag
ársins: vetrarsólstöður
þegar staða á sólbaug er
 lægst og lengst í suður
 frá miðbaug himins.
Einn aðal póllinn á
hringferli árs og tíma.
Mesti myrkurtíminn senn
 liðinn og sól tekur
 að hækka göngu sína.



Dýr og gróður aðlagast
lífi vetrarhörku; dvali er
hluti eðlilegrar hringrásar.
En inngrip mannsins
í hina náttúrulega
hrynjandi alls lífs,
hefur orðið gríðarlegt á
rúmri hálfri öld, um það
vitna rannsóknir, s.s.
 á votlendi í Evrópu
og dýralífi í öllum
heimsálfum. Víða hafa
búsvæði tapast og heilu
tegundirnar misst allt
að 40-50% af stofnum
sínum og íverugæðum.



Mál að linni og að
draumar okkar og
vonir fyrir bættum
hag dýra og náttúru,
öðlist rödd og mátt.



Kanadíska skáldkonan
Susan Gillis, yrkir um sólstöður
með eftirminnilegum hætti
í ljóði sínu Solstice Night;
hugurinn leitar ósjálfrátt til
vetrarríkis Montréal borgar
við rætur Konungsfjalls:



A blue lake surrounds the house, snow
restored by twilight to a version of its original self,
stippled where wind and animals have crossed,
buried by shadows of trees.
And speaking of trees, shadows fly out from them
like time-traces of late summer bats and return.
Everything dampers down.
A sudden stillness -
and the earth´s tilt reverses.
Gradually the first stars prick
the sky around the moon´s pearled curve
.



(Úr bók Susan Gillis,
the Rapids frá 2012).




*




Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115  116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA