Draumurinn um innsta
tón tilverunnar og það hljóð
sem sköpunarverkið
sprettur frá, hið helga OM
- upphafshljóð heimsins -,
hefur lifað um árþúsundir.
Orðmyndin er upphaflega
komin úr sanskrít og
Hindúasið og er samstofna
AMEN í vestrænni heimspeki,
trú og helgisiðum.
OM kemur fyrir í óteljandi
möntrum og bænum
líkt og AMEN gerir.
Hin opna Faðir vor bæn
sem endar á AMEN,
gæti raunar fallið inn í
bænabækur allra trúarbragða.
OM er táknrænt fyrir
innri sál alls sem lifir,
Atman, sem dvelur innra
með sérhverjum manni,
í smíðaverki Brahman,
heimssmiðsins eina.
Úpanishöður Hindúa eru
108 talsins og segir þar
víða frá hinu helga OM.
Í Mundaka, Úpanishöðu
númer 5, 2.2.2. -
2.2.4., er OM lýst:
OM is the bow, the arrow is the Soul, Brahman the mark,
By the undistracted man is to be penetrated,
One should come to be in it,
as the arrow becomes one with the mark.
Megi okkur auðnast
að virða og fara með
hið helga og alheimslega
máttarorð kynslóðanna:
OM, AMEN.
Fara með OM fyrir
friði og réttlæti til handa
hrjáðum börnum
okkar vitfirrtu veraldar.
Búið er að ræna
merkingarbærum minningum
og vonardraumum frá
stríðshrjáðum börnum.
Rústa heimilum og
fjölskyldum saklauss lífs;
örkumla börn ævilangt
eða svelta til bana.
Heimsbyggðin getur ekki
bara staðið hjá eins og
áhorfandi að leiknum
harmleik, sviðsettu leikriti.
Þetta er hinn kaldi
veruleiki og það að
sýna af sér afskiptaleysi
- indifference - í þessu ástandi
heimsmála, er ein versta og
slóttugasta birtingarmynd
ofbeldis, sem um getur.
Við erum ekki í sýndarveruleika,
sama hvað við seljum
okkur, eða látum selja
okkur af lygi.
OM: umbreyting á hjörtum
þarf að verða í samræmi
við innsta hljóm tilverunnar,
til að bæði sjá og gera.
Kanadíska söngvaskáldið
og nýlátni aðgerðasinninn,
Leonard Cohen, segir
svo í ljóði sínu Anthem
á Future albúminu frá 1992:
There is a crack in everything, a crack in everything.
That's how the ligth gets in.
*
|