Forsíđa   

 15.08.2016
 Harđneskja hjartans: gullćđi nútíma vopnasölu deyđir minningar og drauma - og börn



Minningar eru ekta:
frásögn af lífi sem er lifað.
En það er verið
að deyða börn og ræna
þau lífi og framtíð
og þar með minningum,
vonum og draumum.


Í draumfræðum er lögð
áhersla á að vinna með
 minningar úr vöku og draumi.
Öðlast með því móti aukna
sýn á flæði vitundarinnar,
þekkingu á sálarlífi og tilveru,
tengjast dýpri tilfinningum.


Sú iðja að leita eftir
merkingarbærri reynslu,
eins og að sækja í sjóð
minninga, er öllum eðlislæg.
Hún nær að viðhalda
mannlegum gildum,
reisn og virðingu fyrir lífi
sem er lifað og dáið.


En mottó dagsins er
því miður ekki mennska
heldur ríkir gullæði
með vopn og peninga.
  Æði sem engu eirir
  og veltir um 70 billjón
dollurum árlega, þar af
yfir helmingi frá BNA.
Þessi ómennska á sér sem
sagt stað í bakgarðinum.



Gildin sem ráða í
þeim hildarleik
eru harðneskja hjartans
- hardening of heart -;
hin mjúku skotmörk
 dauðasveita skipta engu.
Það er verið að deyða
sakleysið og merkingarbært
líf og þar með minningar,
vonir og drauma:


Not very sporting to fire
  on an unarmed opponent...

segir Nexus eftirgerðin
hálf mennska, Roy Batty,
við góða löggugæjan,
- I thought you were
supposed to be good
-,
Deckard í kvikmynd
Ridley Scott, Blade
Runner, frá árinu 1982.
(Hver er Deckard annars?).



En fyrir eftirgerðirnar
(replicants), felur það
að þróast til meiri
mennsku, í sér
hæfnina til að bæði
skapa og eiga minningar
og finna til með öðrum,
hafa tilfinningar.
Það vilja skaparar þeirra
hins vegar ekki láta gerast
og leitast við að útrýma þeim.



Og um leið og Roy
miskunnar sig yfir
andstæðing sinn
og bjargar honum,
gefur hann sjálfur
upp öndina og mælir
af munni fram:



All those memories
will be lost in time
like tears in the rain.
Time to die.




*


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119  120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA