Sumarsólstöður verða
á fullu tungli um kl. 22.34
að kvöldi tuttugasta dags
júnímánaðar A.D. 2016,
þennan lengsta dag ársins.
Oft kallað jarðaberjatungl
vegna þess hve nálægt
það er jörðu og tekur á sig
rauðan litblæ fyrir vikið.
Í sérstæðu samspili
þéttleika ljóss og skugga,
er Rauður einn eftir...
Minnir á að himinhvolfið
tekur sífelldum breytingum
og fylgir sinni aldagömlu rás,
dag tekur að stytta enn á ný.
Stjörnuþyrpingar eins og
Sjöstirnið eða Systurnar
sjö, - á fræðimáli M45 -
lausþyrping yfir 3 þúsund
100 milljóna ára stjarna í
Nautsmerkinu, sést nú
á nýjan leik í birtingu
á norðvestur himni.
Sjöstjarnan hefur löngum
verið Frónbúum kær.
Um það að sofa undir
sjöstirndum himni,
kvað Steinn Steinarr
svo eftirminnilega í
Tíminn og Vatnið (1956):
Þytur óséðra vængja
fer um rökkvaða sál mína
eins og rautt ljós.
Í nótt mun ég sofa
undir sjöstirndum himni
við hinn óvæða ós.
Meðan rödd þín flýgur upp
af runni hins liðna
eins og rautt ljós.
*
|