Nú gerast stór tíðindi
 nær mánaðarlega
 út frá príli mannsins
 um himinhvolfin og 
 eiga nýjustu sjónaukar
 þar stóran þátt.
 Þetta eru sannkallaðir
 stjörnudagar og orð 
 að sönnu því festingin 
 hefur lokið upp portum 
 sínum vetrarkvöldin löng
 í glæstu sjónarspili.
 Venus t.a.m. óvenju 
 björt, stór og skær
 í nýliðnum febrúar.
   Sjálf Vetrarbrautin: 
 Milky Way, Mjólkurvegur, 
 sem glitrandi borði...
 
 
 
 Húm við sólarlag
 svo tært og dimmblátt
 Geimurinn flæðir yfir himinhvolf
 
 kveður prestur innflytjenda,
 hinn japanski Toshiki Toma.
 
 
 
  Talandi um himinsýn,
 þá sjást frá Íslandi 
 um 53 stjörnumerki af 
 þeim 88 sem þekkt eru
 í vetrarbraut Milky Way.
 Nýjasta uppgötvun 
 stjarnvísindanna tengist
 áður óþekktu sólkerfi
 í einu stjörnumerkjanna og 
 utan-plánetum þess eða 
 eco-plánetum, (miðað
 við okkar sólkerfi),
 í Vatnsberanum: Aquarius.
 
 
 
 Þessi uppgötvun varð
 er stjörnusmásjónaukinn 
 Trappist greindi 7 
 plánetur í sólkerfi sem 
 nú kallast TRAPPIST-1, 
 í um 39 ljósár frá Jörðu.
 Sambærilegar að stærð 
 og massa og Jörðin og 
 Venus og vatnsskilyrði 
 til lífs etv. gerleg
 á nokkrum þeirra.
 
 
  
 Ennfremur hefur nýlega
 verið staðfest tilvist
 systurvetrarbrautar okkar
 vetrarbrautar hvar litla 
 sólkerfið okkar er eitt 
 margra: tímabært að læra
   að auðsýna smá hógværð 
 í stóra  samhenginu!
 Í raun er það skyn 
 stjarnanna, ljós þeirra, 
 sem er að miðla allri
 þessari nýju vitneskju
   fyrir tilstilli æ næmari tækni.
 
 
 
 Og ekki nóg með það, 
 heldur snýst nýjasta 
 uppgötvunin um möguleg 
 risastór ljósskip fjarlægra 
 stjörnuflota en bylgjumerki 
 hafa greinst dauft sem 
 gætu sannað slíka tilvist
 og þá um leið tilvist
 annarra sólkerfa og 
 fjarlægra vetrarbrauta.
 Könnunarfley? Og kannski 
 búið að uppgötva okkar 
 litlu Jarðarplánetu?
 (sjá Sky news 8. mars sl.).
 
 
 
 The truth is out there!
 
  
 
 Jörðin er hugsanlega
 að komast í snertingu 
 við annað lif og ekki 
 laust við að hugmyndir 
 hins merka vísindamanns 
 og föður íslenskrar 
 jarðfræði, dr. Helga Pjeturss,
 um eðli svefns og drauma,
 leiti á hugann. Vonandi eru 
 samt ekki lífverur á öðrum 
 hnöttum að taka yfir vitund 
 okkar í svefni og við þeirra 
 eins og hann hélt fram!
 
 
 
 Nú um stundir er 
 nefnilega alveg nóg 
 að glíma í því að vera 
 venjulegur draumfari 
 og Jarðarbúi með 
 erfðabreytta sætkartölfu 
 í líki eins af helstu 
 leiðtogum plánetunnar, 
 svo vitnað sé í Baggalút!
 
 
 *