Jafndægur á vori
og náttúran að breyta
um sína árlegu rás;
já, vorið er komið og
senn gróa grundir.
Fegurð heimsins
allt umlykjandi og
stjörnu-og himinsýn
mikilfengleg með
Júpíter skæran
og nálægan og
nýafstaðinn sólmyrkva
og komandi hálfskugga-
myrkva á fullu tungli.
Nýjar og risavaxnar
stjörnuþyrpingar og
vetrarbrautir uppgötvaðar.
Stjörnufari - Starman -
bíður á himni...
Og minnir sannarlega
á sig nú um stundir,
fær mannskapinn til
að líta upp og gefa sér
tíma til að bæði undrast
og dásama sköpunarverkið.
Eða, líkt og söngvarinn og
draumræni frumkvöðullinn
David Bowie, (1947-2016),
- maður ekki einhamur -
söng svo eftirminnilega
um árið 1972, þá í hami
sínum sem Ziggy Stardust:
There´s a starman waiting in the sky
He´d like to come and meet us
But he thinks he'd blow our minds
There's a starman waiting in the sky
He has told us not to blow it
Cause he knows it´s all worthwhile.
*
|