Forsíđa   

 19.02.2016
 Dýrđlegt er yndi draumsins



Með birtunni kemur
aukinn tærleiki
í sál og sinni;
berir draumar sem
mönnum ganga
nú um stundir,
minna á að ekki er
 allt fyrirsjáanlegt,
að fullu útskýranlegt,
eða útreiknanlegt;
það að deyða drauma
gæti allt eins orðið
veruleiki í því firrta
veraldarvafstri sem ríkir
 um heimsbyggð alla.



Náttúran er smám
saman að taka við sér,
 lætur ekki að sér hæða
frekar en fyrri daginn.
Góan á næsta leiti.
Og vonir og draumar
hafa enn sem áður,
fleytt mörgum í
gegnum svartasta
skammdegismyrkrið.
Draumurinn um betri tíð,
draumur um von og trú
og órofa tengsl við
 Móður Jörð, aðrar verur,
landið, tunguna, söguna...



Að láta sig dreyma
um heima og geima
á vængjum hugarflugsins
jafnt í svefni sem vöku,
er öllum í blóð borið
og dýrmætur hluti eðlilegs
vaxtar- og þroskaferils.



Dýrðlegt er yndi draumsins

jafnvel þó hann
deyi sem ljós í vindi,
kvað góðskáldið
og rithöfundurinn
Jón Thoroddsen,
(1818-1867), í
ljóði sínu
Draumur.
  Sem sat síðustu æviárin
sem sýslumaður
Borgfirðinga á
hinu forna höfuðbóli
Leirá í Leirársveit.



En Jón var höfundur fyrstu
 íslensku skáldsögunnar
rmeð nútímasniði
-  rituð í anda rómantíkur
en undir raun-
sönnum áhrifum -
PIltur og stúlka sem
út kom árið1850
(og Maður og kona
sem gefin var út
að honum látnum).



Lýsingar Jóns á
náttúrunni eru
einstaklega lifandi
og lýsa næmleika
á tengslum alls lífs.
Enda alinn upp við
stórbrotna náttúru
þeirrar gjöfulu matar-
kistu, Breiðafjarðar.
Fæddur á Reykhólum
og eyddi síðan
ævidögunum áfram
á Vesturlandinu, m.a.
í Flatey og undir lokin
á Leirá, einni af öndvegis-
jörðum Borgarfjarðar:



Þú mikli myndasmiður,
sem myndar undraher
og út um alla geima
með önd í gandreið fer,
draumur kær, dýrðlegt er þitt yndi,
draumur kær, er deyr sem ljós í vindi,
draumur kær.




*

 


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130  131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA