Þá er jólafastan
hafin með fyrsta
sunnudegi í aðventu.
Vonin um sólina og
sumarlandið í
svörtu skammdeginu -
eða hvað það nú er,
eins og skáldið
Gunnar Gunnarsson
tjáði svo eftirminnilega
í sinni margfrægu bók,
Aðventu, frá árinu 1939,
sem nú hefur verið
þýdd á yfir 20 tungumál:
Og þarna í næturkyrrðinni
og einverunni undir
skörðum mána
hvarflaði að honum
aðkenning af aðventu,
leifar af hljómum,
endurminningar um
sólskin og heyilm,
von um sumarland -
eða hvað það nú var.
Ef til vill aðeins
einskonar kyrrð og friður.
Nýlega greindu
vísindamenn við UCLA
háskólann í Los Angeles,
frá niðurstöðum sínum
á stærstu rannsókn
sem gerð hefur verið
á áhrifum hugleiðslu
á mannsheilann meðal
iðkenda sem stundað
hafa hugleiðslu lengi.
Í samanburðarhópnum
var fólk sem enga
hugleiðslu hafði stundað.
Í ljós kom að það
greindust ekki bara
jákvæðar breytingar
á afmörkuðum svæðum
heilans hjá iðkendum er
drógu úr aldursbundinni
hrörnun hins gráa
heilaefnis eins og
fyrri rannsóknir
höfðu gefið til kynna
heldur greindust og
jákvæð áhrif vítt og
breitt um allan heila.
Aðventan er sannarlega
tími íhugunar og leitar
að dýpri merkingu;
dagleg hugleiðsla
góð vörn gegn streitu
umbúðaþjóðfélagsins.
Nýjar kannanir á
samspili hugleiðslu
og verkja við Wake
Forest læknamiðstöðina
í Winston-Salem
í Norður-Karólínu,
sýna ennfremur að
hugleiðsla í anda
núvitundar dregur
úr verkjaupplifun
í veikindum og
mildar áhrif kvíða.
Eflir þrek og þor
til merkingarbærrar
sóknar og nýs tilgangs.
*
|