Rauður ofurmáni/blóðmáni
að baki og laufvindar
blásandi um land allt.
Og því miður, ekta
náttúruhamfarir í
Skaftárhlaupi;
synd og skömm ef
bændur fá eigi bætt
slíkt hamfaraflóð.
Það er þetta með ofurvald
peninganna sem öllu stjórna:
oft undirfurðulegt að sjá
hvað hlýtur pólitíska
náð og hvað ekki,
sbr. vanda flóttafólks
og hælisleitenda.
Lýðræðið hefur þróast æ
meir í átt að eins konar
hókus pókus lýðræði í
þessari íslensku paradís
lýðræðisins svo vitnað
sé til orða Sindra Eldon
í nýlegri grein hans
í tímaritinu Vice sem
lesa má á Vice.com
(Verst að ungir Íslendingar
eru teknir að flýja land;
hver sér við brellumeisturum
og sjónhverfingum hrunsins?).
En já, hókus pókus;
það er einmitt búð með
því nafni á Laugavegi 69
en í því ágæta húsi
æfði móðir Sindra,
Björk Guðmundsdóttir,
á sínum fyrstu árum
uppi í risi ásamt
félögum sínum í
boði forvera Skuggsjár.
Í textanum við lag
Madonnu Bedtime Story,
sem Björk ofl. sömdu,
er talað um að það
komi stundir þar sem
glamur orða og stelgd
yfirborðshyggja dagsins
fái ekki lengur ráðið
heldur undirvitundin
og flæði tilfinninga:
Traveling, to the arms
of unconsciousness.
Við þurfum mjög á
því að halda að tengjat
dýpri tilfinningum og
raunverulegri meðlíðan til
að bæði sjá og breyta rétt.
Draumar til sköpunar
og endurnýjunar,
rísa í undirvitundinni.
Vonandi fær fólk áfram
notið svefns og drauma
og góðrar næturhvíldar:
að nóttin fái frið
til að gefa ró um
hugans drauma brautir,
eins og austfirska
skáldið og skólamaðurinn
Knútur Þorsteinsson
kvað í kvæði sínu
Ég bið þig, nótt:
*
|