Forsíđa   

 21.06.2015
 Sumarsólstöđur - og vaxiđ á nóttunni



Sumarsólstöður í dag,
tímamót í Móður Náttúru.
Sólin nær nú
þeim stað á sólbaug
sem er lengst norður
af miðbaug á himni.
Lengsti dagur ársins
og stysta nótt að baki.

Ölu er afmörkuð stund
í margslungnu klukknaverki,
tik, tok, tik, tok.


Og Jónsmessan
handan við hornið
nær heyra má grös gróa,
kýr tala, drauma rætast.


Sannarlega kærkomið
íslenskt sumar í dag
til sveita og sjávar;
sölstöður kl. 16.38.



Og fyrsta alþjóðlega
jógadeginum hleypt
af stokkunum í dag
 í Nýju Delhí á Indlandi.


Allt streymir fram
eins og áin
- elfur tímans -
 allt er án afláts í vexti,
líka á nóttunni,
ekki síst í gróðurvinjum
á borð við þær á
bökkum Laxár í Aðaldal.


En um það undarlega
fyrirbæri lífsins
að vaxa á nóttunni,
kveður Þóra Jónsdóttir,
skáldkona frá Laxamýri,
svo í ljóði sínu
Vaxið á nóttunni:



Glugginn snýr í austur
nemur við þakbrún
stór gluggi í smáu herbergi
Afdrep til að vaxa á nóttunni
Sólskríkjan vaknar jafnsnemma sólinni
Tjöldin eru gagnsæ og blámynstruð
Það er rumskað og sofið áfram
Birtan og söngurinn seytla inní drauminn
meðan sólin og krosstré gluggans
færast af einum vegg á annan
Ekki dagar alltaf þannig



( Þóra Jónsdóttir; Línur í lófa, 1991).




*


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147  148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA