Gleðilega þjóðhátíð!
Þennan sautjándann
er ekki beint bjart yfir.
Rústaðir draumar margra
og þjóð í alvarlegri krísu..
En það er sannarlega
hægt að gera hlutina
öðruvísi ef spurt er um
hugarfar og stefnu
og litið til sögunnar.
Á ýmsum tímabilum
sögunnar, hefur komið
fram svokallaður
heimspekistjórnandi -
a philosopher leader -
sem hefur tekist með
mannkostum sínum,
hugsjónum og lífsgildum
að efla hag þegnanna og
koma á hagsæld og velferð.
Í slíkum stjórnarháttum
er samtal - dialogue -
við þegnana lykilatriði.
Og kvenlæg gildi með
áherslu á að hlúa að,
heila og hjúkra.
Gott dæmi um slíka
stjórnarhætti er valdatíð
drottningarinnar af Indore
á Mið Indlandi á 18. öld,
Ahilyabai Holkar sem
stýrði Malwa konungdæminu
til mikillar farsældar
á 30 ára valdatííð sinni.
Ahilyabai var bæði andlega
og veraldlega sinnuð og með
þau mál í góðu jafnvægi..
Hún byggði margar stórar
ákvarðanir á draumum
sem henni gengju.
Fyrir utan þá hagsæld sem
miðríki Indlands nutu
undir hennar sjtórn og
Indore nýtur raunar enn í dag,
þá er hún fyrr og síðar
helsti og afkastamesti
byggingameistarinn
í allri sögu Indlands.
Hún lét m.a. byggja hundruði
hofa, helgiskrína, styttna,
brunna og gistiskýla
á frægum pílagrímaleiðum
frá Himalayjafjöllum
niður til Suður Indlands.
Eitt frægasta hofið sem
hún lét endurreisa er
jafnframt helgasta hof
Indverja, Gullna hofið í
Borg Ljóssins - Kashi eða
Varanasi - á bökkum hinnar
helgu Ganges ár..
Ahilyabai varð fyrir vitrun
af guðinum Shiva í draumi
og réðst í framhaldinu
í byggingu Gullna hofsins.
Það ber líka heitið
Kashi Vishwanath eftir Shiva
í formi lingam og sem m.a..
má lesa um. í bók
Bjargar, forstjóra Skuggsjár,
TRANSFER in Kashi and
the River of Time.
Bókina má panta hjá öllum
helstu bókaverslunum á Veraldar-
vefnum fyrir hóflegt verð.
Mining Ahilya og verka hennar
hefur öðlast óumdeildan sess
og orðið mörgum innblástur.
Eða, eins og segir í ljóði
skosku skáldkonunnar,
Joanna Baille, frá 19. öld:
:
For thirty years her reign of peace,
The land in blessing did increase;
And she was blessed by every tongue,
By stern and gentle, old and young..
Yea, even the children at their mothers feet
Are taught such homely rhyme to repeat.
In latter days from Brahmin came,
To rule our land, a noble dame,
Kind was her heart, and bright her fame,
And Ahilya was her honoured name.
*
|