Vorjafndægur þetta árið
og sólin kom snemma
upp í íðilfögru bjartviðri.
Glóandi eldhnöttur á
kyrrum morgni höfuðborgar.
Uns tunglið gengur
milli sólar og
Jarðar og myrkvar.
Stærsta myrkvun í rúm 60 ár.
Á Abbey Road albúmi
Bítlanna frá árinu 1969,
syngur George Harrison
fagnaðaróð til sólarinnar
eftir langan vetur:
Here comes the sun (doo doo doo doo).
Here comes the sun, and I say
It´s all right.
Little darling, it´s been a long cold lonely winter.
Little darling, it feels like years since it´s been here.
Here comes the sun.
Here comes the sun, and I say
II´s all right.
Njótið draumastundar Móður Náttúru
þegar allt hljóðnar, horfir og hlustar.
Eins konar núllstilling.
Myrkvunin er 98% um kl. 9.37.
*
|